Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 302
296
Bækur.
IÐUNN
Oscar Clauscn: Sögur a f Snafellsneii,
I.—II. Bókaverzl. Guðm. Gamalíelssonar.
Eins og Helgi Guðmundsson virðist Oscar Clausen hafa
valið sér afmarkað svæði af landinu til söfnunar alþýðu-
fróðleiks. Það er Snæfellsnesið. En Clausen virðist frekar
ganga á snið við þjóðtrúna. Sögur hans eru yfirleitt ekki
þjóðsögur eða dularfullra fyrirburða, heldur sannar sögur af
mönnum og atburðum og flestar frá tiltölulega nýjum tíma
eða frá 18. og 19. öld. í fyrra heftinu eru 20—30 frásagn-
ir, flestar stuttar, um ýmsa menn, misjafnlega merkilega, og
atburði, sem vöktu eftirtekt, eins og t. d. hið svonefnda
eiturmál í Stykkishólmi. Gefst lesandanum í sumum þessum
þáttum furðu skörp innsýn í menningarástand og þjóðhætti
þeirra tíma. Merkilegastur er þátturinn um séra Sæmund
Hólm, þann hinn sama er Bjarni Thorarensen orti eftir sín!
ódauðlegu erfiljóð. Hefir séra Sæmundur vissulega verið
„kynlegur kvistur", og er það dauður maður, sem ekki
skemtir sér vel við að lesa um hann.
í síðara heftinu eru færri sögur og lengri. Þar er meðal
annars þáttur af Þorleifi í Bjarnarhöfn og annar alllangur
um þá Thorlacius-feðga, Ólaf og Árna, sem voru miklir at-
hafna- og mektarmenn á sinni tíð, sá eldri fiskgrósseri mik-
ill og seldi fyrstur manna verkaðan saltfisk til Spánar og
flutti hann þangað á eigin skipum (um 1800).
Oscar Clausen hefir án efa mikinn áhuga fyrir sagnafróð-
leik, en um fræðimensku hans kann eg að öðru leyti ekki að
dæma. Enginn snillingur er hann í frásögn, en látlaus og
blátt áfram, og þessir sagnaþættir hans eru yfirleitt læsi-
legir og stundum skemtilegir. Á. H.
IV. Upp úr salti.
Axel Munthc: Sagan um San M i c h e I e.
íslenzkað hafa Karl ísfeld og Haraldur Sigurðs-
son. Bókaverzl. Sigf. Eymundssonar. Rvík, 1933.
Þessi bók læknisins Axels Munthe hefir hlotið heimsfrægð
og útbreiðslu, sem að eins örfáar bækur ná. Hún mun upp-
haflega hafa verið skrifuð á ensku, en síðan þýdd á flest
menningarmál og komið út í risaupplögum. Jafnvel íslend-