Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 303
IÐUNN
Bækur.
297
ingar eiga þess nú kost að lesa hana á móðurmáli sínu, en
hversu risavaxið upplagið er, veit eg ekki.
Skýringarinnar á þessari feikna útbreiðslu er nú kannske
ekki að leita í bókmentagildi verksins, og þarf slíkt engan
að undra; síður en svo. Því fer fjarri, að það séu ávalt beztu
bækurnar, sem mest er hampað og flestir vilja lesa.
Það, sem fyrst og fremst hefir gert bókina um San Michele
að heimsviðburði, eru vissir eiginleikar þessa rómantíska
sérvitrings — höfundarins — sjálfs. Lífsferill hans, að
minsta kosti eins og hann lýsir honum sjálfur, hefir verið
óvenjulegur og fullur æfintýra, sem hljóta að vekja aðdáun,
samfara vanmáttugri öfund, hjá öllum þeim þorra manna,
sem lifa viðburðasnauðu lifi, vinna sín störf við smáskornar
aðstæður og verða að láta sér nægja að dreyma dagdrauma
og leita æfintýraþrá sinni svölunar í lestri æfintýralegra
bóka.
Axel Munthe er sænskur að uppruna. Að loknu stúdents-
prófi lenti hann suður í París og tók þar að nema læknis-
fræði. í námi sínu naut hann handleiðslu hinna ágætustu
vísindamanna, eins og Pasteurs og Charcots, tók embættis-
próf í læknisfræði, settist að í París og var þegar um þrítugt
orðinn kunnur taugaleiknir — tízkulæknir fyrir auðstétt-
irnar í borginni og ameríska miljónamæringa, sem komu
þangað að leita sér heilsubótar. Hinn ungi læknir var ágæt-
lega með á nótunum og lét sér fátt fyrir brjósti brenna.
Hann háði einvígi, töfraði konur (án þess þó að spjalla
þær), kleif svimháa fjallatinda o. s. frv., eins og siður er
ungra og röskra heimsmanna. Þegar hann var orðinn leiður
á París, fluttist hann til Rómaborgar. Og sjá, eftir nokkra
mánuði var hann orðinn tízkulæknir þar líka. Auðugar, móð-
ursjúkar konur drifu að honum úr öllum áttum, nákvæmlega
eins og í París. Og alveg eins og í París reyndist það svo, að
segði hann sjúklingum sínum blákaldan sannleikann um sjúk-
dóma þeirra, hlaut hann ekki annað en vanþakklæti að laun-
um. Lygi hann þá aftur á móti fulla og vefði sjúkdóma
þeirra — sem vitanlega oft á tíðum voru ímyndanir ein-
ar — inn í dulúðugt snakk og svindl, þá treystu þeir hon-
um og tilbáðu hann. Heimurinn vill láta blekkjast. Það er