Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 304
298
Bækur.
IÐUNN
kjarni þeirrar lífsvizku, sem Axel Hunthe hefir aflað sér á
langri æfi.
í þindarlausum lífserli þessarar sundurgerðarhetju og
tízkugoðs í tveim háborgum menningarinnar, París og Róm,
skýtur svo upp draumsýninni af San Michele. Þegar á stúd-
entsárunum hafði Munthe komið til Capri og séð rústirnar
Sií höll Tíberíusar keisara. Óskin um að eiga þenna stað og
byggja höllina upp aftur, eftir sínu eigin höfði, festi snemma
rót í huga hans. Og á hálfum mannsaldri tekst honum að
gera óskina að veruleika. Peningunum, sem amerískar milj-
■ónakerlingar og konunglegar hátignir frá flestum löndum
Evrópu ausa í hinn fræga taugalækni, eys hann aftur út til
þess að byggja sér íburðarmikla höll á sléttunni við Ana-
capri. Og eftir því sem árin líða og hann gerist æ þreyttari
á þessa heims hégómlegu lystisemdum — alveg eins og Tí-
beríus keisari forðum — eftir því sem lífsþorsti hans fjarar
út og slokknar í iðu heimsmenningarinnar og hann tekur að
leita sál sinni fróunar í umgengni við skepnur og óbrotið
alþýðufólk — einnig að dæmi Tíberíusar keisara — verður
það að byggja þetta skrauthýsi á rústum hinnar fornu keis-
araborgar í vitund hans að eins konar táknrænni og helgri
athöfn.
En þegar svo höllin er reist, með ótrúlegum munaði og
ærnum kostnaði, og stendur þarna á fornhelgum stað í feg-
ursta umhverfi veraldarinnar og Axel Munthe er fluttur
þangað með alt sitt hafurtask, þá kemur reiðarslagið. Sjón
hans tekur að deprast; augun þola ekki hið skarpa ljós þessa
staðar. Hann verður að flýja frá þessu hæli, sem hann hefir
varið hálfri æfinni til að búa sér. í hálfrokknu leiguherbergi
bíður hann nú þeirrar stundar, að hann verði alblindur. Og
í hamslausu kapphlaupi við ljósið, sem óðum þverrar, skrif-
ar hann bókina um San Michele.
Það mega nú allir sjá, að slik örlög sem þessa manns eru
ekki að finna á hverju strái. Hinn brezki útgefandi bókar-
innar hefir líka vafalaust haft vit á að hagnýta sér þessar
aðstæður til að auglýsa bókina. Hinn sögulegi æfiferill höf-
undarins, prinsessurnar og auðkerlingarnar í einni kös í bið-
stofu hans, bíðandi þess að verða hleypt inn í hið allra helg-
asta, skrauthöllin við Anacapri í skerandi sólglampa Mið-