Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Qupperneq 305
IÐUNN
Bækur.
299
jarðarhafsins, myrkur sjónleysisins, sem ógnar — alt þetta
hefir auðvitað verið látið á þrykk út ganga og staðið að lesa
feitum stöfum á auglýsingasíðum heimsblaðanna. Annars
verður við það að kannast, að bókin sjálf segir bezt frá
þessu öllu. Axel Munthe er að vísu, að því er hann sjálfur
segir, svarinn óvinur hvers konar fordildar og lítilsvirðir alt,
sem gengur í augun. En samt sem áður hefir hann undravert
lag á því t. d. að vekja athygli lesandans á ættgöfgi og tign
sjúklinga sinna. Eins og af tilviljun bregður þeim öllum sam-
an fyrir augu okkar: hans heilagleik páfanum í Róm, keisar-
anum yfir öllu Rússaveldi, drottningunni af Sviþjóðu, erfða-
prinssessunni á Spáni, Max prinsi frá Baden, stórfurstafrú
þessari og markgreifafrú hinni, um leið og höfundurinn,
hinn mikli tízkulæknir, bandar kæruleysislega frá sér með
hendinni, eins og þetta og þvílíkt sé naumast í frásögu fær-
andi. Það þarf svo sem engan að undra, þótt þessi bók hafi
hlotið heimsfrægð og verið þýdd á öll menningarmál, kot-
þjóða jafnt og heimsvelda.
Freistist maður nú til að rýna dálítið eftir bókmentalegu
gildi þessa ritverks, verður það satt að segja ekki auðvelt
að varðveita þá skilyrðislausu aðdáun og lotningu, sem mað-
ur að réttu lagi skuldar slíkri veraldarstærð. Axel Munthe
segir frá mörgum lærdómsríkum dæmum þess, að á starfs-
sviði læknisins vinst oftsinnis meira með hæfilegum loddara-
skap en fullkomnum heiðarleik. Það er nú ekki trútt um, að
hann hafi, með góðum árangri, yfirfært þessa gullnu lífs-
reglu á ritmensku sína. Bókin um San Michele er engan veg-
inn laus við skáldlegan loddaraleik. Höf. vill augsýnilega
vera skáld, en hæpið, að hann sé það. Hann svindlar með
skáldlegar sýnir, sem hafa ekki birzt honum. Hann svindlar
með göfugar tilfinningar, sem hann hefir ekki alið og kann
ekki að tjá með trúverðugum hætti. Hann svindlar með sína
eigin persónu, sem hann kænlega fær lesandann til að trúa,
að gædd sé ómótstæðilegum töfrum, að hann orki á menn
og skepnur með dularfullum, sefandi og seiðandi mætti.
Annars getur vel verið, að hann segi þetta satt. En rithöf-
undur á vald á að eins einni aðferð til að dáleiða lesendur
sína. Hann gerir það með listrænni framsetningu og töfrum
stílsins. En einmitt þegar Axel Munthe talar sem innfjálgast