Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 306
300
Bækur.
IÐUNN
um töfragáfu sína, er stíll hans laus við töfra, flatur, smekk-
laus, glamrandi eins og tóm tunna.
Hvað um það — hann gengur með sína heimsfrægð upp á
vasann. Og skyldi svo ólíklega vilja til, að loddaramenska
rithöfundarins Axel Munthe rynni upp fyrir honum sjálfum
einn góðan veðurdag, getur hann að minsta kosti stært sig
af því, að mannþekking hans lét ekki að sér hæða. f þriðja
sinn hefir hann sigrað sem tízkuhetja. Fyrst sigraði hann
París, síðan Róm og að lokum allan hinn siðmentaða heim.
Heimurinn vill sem sé láta blekkjast.
Hér mætti ef til vill nema staðar. Með því væri þó ekki
öllu réttlæti fullnægt. Að vísu er það svo, að bókin um San
Michele hefir verið skjölluð og skrumauglýst langt úr hófi
fram. Og það, að skrumið hefir hrifið jafn-vel og raun ber
vitni, segir kannske miðlungi uppbyggilega sögu af bók-
mentaþroska lesandi fólks á okkar dögum. Það er þó langt
frá þvi, að bókin sé gersneydd öllum kostum. Hún afhjúpar
höfundinn sem ákaflega hégómlega og í aðra röndina barna-
lega persónu — mann, sem er skoplega hrifinn af sjálfum
sér. Að þessu leyti er bókin mjög svo sæmileg mannlýsing.
Hitt dylst manni ekki heldur, að þessi maður, sem hvað eftir
annað hefir komið, séð og sigrað, getur ekki verið neinn
ótíndur auli. Axel Munthe hefir á sínum sjötíu ára æfiferli
séð margt og ratað í fjölda æfintýra. Frásagnir hans af þess-
um æfintýrum og athugasemdir hans um það, sem borið
hefir fyrir augu og eyru, eru oft bæði skarplegar og skemti-
legar. Með mátulegum fyrirvara um leikaraskap höfundarins
má vel mæla með bókinni til lestrar. — Þýðingin virðist vel
af hendi leyst. Á. H.
Par Lagerkvist: Böííullinn. Þýtt hafa Jón
Magnússon og Sigurður Þórarinsson. Útgefandi
Þorst. M. Jónsson. Akureyri, 1934.
Skylt er að þakka útgefanda það, að hann kom þessari
bók á framfæri við íslenzka lesendur. Þýðingin hefði að vísu
mátt vera betri, og nokkuð af upprunalegum stíltöfrum bók-
arinnar hefir, því miður, farið forgörðum. Þýðingin er vafa-
laust nákvæm og rétt, en heldur stirð og viðvaningsleg. En
bókin sjálf er máttugt listaverk, þrátt fyrir litla fyrirferð —