Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 307
IÐUNN
Bækur.
301
stórfengleg skáldsýn yfir fortíð og nútíð, sem lætur okkur
skynja langt aftur í aldir og verpur um leið skerandi birtu
á þau undur, sem eru að gerast kringum okkur í dag. Og
fyrst og fremst er hún ástríðuþrungið ákall, varnaðaróp til
okkar allra, til alls hins svokallaða siðmentaða heims. f
bezta skilningi tímabær bók, sem á erindi til allra þjóða,
okkar íslendinga ekkert síður en annara. Hún hefir og verið
þýdd á fjölda tungumála, auk þess sem höfundurinn hefir
snúið henni í sjónleik, er þegar hefir farið sigurför víða um
lönd.
„Böðullinn“ hefst aftur í miðöldum — í skuggalegri veit-
ingakrá, þar sem menn sitja við öldrykkju og ræða saman.
Samræðurnar ósa af svörtustu hindurvitnum og frumstæðum
grimdarhug, af ótta við myrkravöldin, blönduðum lotningu
fyrir þeim og löngun eftir að komast í nánari kynni við þau.
Böðullinn situr þarna inni, mikill á vöxt og skuggalegur.
Hann situr einn sér, þögull sem gröfin, og drekkur eins og
aðrir. Samræður hinna hvarfla stöðugt að honum og starfi
hans. Gálginn og höggstokkurinn er sá möndull, sem hugs-
analíf þessa fólks snýst um. Óttinn heldur því í fjötrum
hleypidóma og hindurvitna. Fyrir utan reynslusvið þess er
ókunnur heimur, ógnþrunginn og lokkandi, þar sem ímynd-
unaraflið á sér ótakmarkað svigrúm og lætur sig dreyma
hina furðulegustu og hryllilegustu hluti, voðaleg hermdar-
verk, ástríðumagnaðar athafnir, sætar syndir, sem leiða til
grimdarfullra refsinga. Myrkramögnin eiga vald til að binda
og leysa, og vald þeirra yfir hugunum og ímyndunaraflinu er
máttugt. Inn í þessa skuggaveröld smjúga að vísu einstaka
geislar; það bjarmar sem snöggvast upp af mildari þrám —
upp af ungum ástum, með ferskleik vormorgunsins yfir sér.
En það er bara sem sönggvast. Slíkir geislar drukkna brátt
og visna í þessu ríki myrkursins.
Svo skiftir um svið, skyndilega og undii’búningslaust. Við
hlaupum yfir aldir og erum alt í einu stödd í nútímanum —
í nýtízku gildaskála, þar sem hljómsveitin sagar og öskrar
og fólkið stígur dans á milli borðanna. Böðullinn situr þar
enn, og samræðurnar snúast um hann sem fyr — hann og
ógnaveldi nútimans. Viðhorfið er strang-nazistiskt, engar
skoðanir aðrar en þeirra, sem með völdin fara, eiga rétt á