Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Blaðsíða 308
302
Bækur.
IÐUNN
sér. MeC eitraðri kaldhæðni lætur skáldið þenna lýð falla
fram og dýrka morðið og ofbeldið, eins og væru þau hin
helgustu máttarvöld tilverunnar. Þarna þurfum við einskis
að sakna; jafnvel kynþáttahatrið brýzt út í ljósum loga, þeg-
ar það vitnast, að blökkumennirnir úr hljómsveit gildaskál-
ans hafa í hléinu gerst svo djarfir að matast undir sama
þaki og hin hvítu ofurmenni.
Enginn, sem les þessa bók, getur efast um, að það er
Þýzkaland Hitlers og Görings, sem Lagerkvist hefir þarna
að fyrirmynd. En hann nemur ekki staðar við það; sjón
hans nær víðar og skilningur hans er dýpri en svo. Hann
þekkir vel ávexti hinnar hvitu siðmenningar í tveim heims-
álfum. Gyðingahatrið þýzka og blökkumannahatrið amer-
íska eru í augum hans tveir angar af sömu rótinni. Dýrkun-
ina á ofbeldinu og ruddaskapnum er að finna víðar en í einu
landi. Miðaldir og nútíð — á milli þeirra er ekki annað eins
djúp staðfest og við viljum stundum vera láta. Við lifum
í nútímanum, en sálir okkar sveima í svartnætti miðaldanna.
Og myrkraverk eru framin nú eins og þá.
Og að lokum rís þetta skáldrit í máttugri, tryllandi sennu.
Hinn þögli böðull rís á fætur, voldugur og ægilegur, og hefur
máls. Hann talar um sjálfan sig, hvernig hann hefir verið
leiðtogi mannanna og frelsari á öllum öldum. Hann var sá,
er krossfesti Krist; hann er sá, sem ber syndabyrðar mann-
anna á herðum sér: Eg er yðar Kristur, með böðulsmerkið á
enni mér. Sendur hingað til yðar. Til þess að vekja ófrið á
jörðu og illúð meðal mannanna. — Það er spámannlegt ægi-
vald yfir persónu böðulsins og hinum ógnþrungna lofsöng
hans til ofbeldisins og helmagnanna. En jafnvel inn í þetta
reginmyrkur gægist geisli kærleikans, veikur og skjálfandi,
og vekur lesandanum grun um, að þrátt fyrir alt sé það
hann, sem viðheldur lífi kynslóðanna og verndar það.
„Böðullinn" er bók dagsins í dag, sem jafnframt opnar
skáldlega innsýn aftur í fortíð og inn í framtíð. Höfundur-
inn lætur svipu meinhæðni sinnar dynja miskunnarlaust á
ofbeldis- og einræðispostulum nútímans. Hann slöngvar út
eitruðum athugasemdum og tilsvörum, sem vekja okkur hroll
og viðbjóð, en eru sem töluð út úr munni sumra stjórnmála-
leiðtoga vorra daga. En samtímis tjáir bókin okkur innlifun