Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 43

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 43
IBUNN Björgunarlaun. 233 fomiaðurinn værj. hásetanum fremri í listinni. En svo kom þetta mieð konuna. Ljósið snökti í glasinu með frímierkjapappírnujn. Bangsi leit upp og sá við snöggan blossann skarpleita andlitinu á Simba bregða fyrir í di'mmunni eins og svip. Hann skildi ekkert í henni Jóku sinni að geta tek- ið pessa horgrjnd fram yfir sig. Þeim hafði alt af kom- ið svo vel saman. einkum fyrst, og hann taldi það ekk- lert á hana, pó hún hefði eignast krakka í lausaleik áð- ur en Jiau giftust. Hún var honum svo notaleg, það var einhver munur að þurfa ekki að sjóða ofan í sig soðn- inguna sjálfur, og hvað hún hélt öliu þrifalegu og hvit- skúruðu. í húsinu. Svo hafði hún komið með komm- óðu, sem hún geymdi í spariföt sín og rósótt postu- línsbollapöri en uppi á kommóðunni stóð gferhæna, sem faldi ýmsa fjársjóðu í sínum hola búk, svo sem blátt og rautt siffurgarn og nokkra kopar.skildinga. Jóka bafði skírt herbergin stofu, kames og kokkhús, og alt húsið fyltist af þessari viðkunnanlegu lykt, sem fylgir góðum húsmæðrum. Bangsi fékk sér kamgarns- föt, og þau næsturn leiddust til kirkjunnar annan hvorn sunnudag. Stundum s;at Bangsi með Viggu Litlu á kvöldin og sýndi henni úrið sitt, sem gekk dálitla stund, ef það var hrist vel. Alt þetta fyrirmyndar heim- ilislif hafði hrunið í rústir, þegar Simbi var búinn að vera þarna nokkurn tfma. Hann þóttist vita alla hluti betur en Bangsi, og samræðurnar yfir soðningunni á daginn og teinu á kvöldin snérust oftast nær um viði- fangsefni, sem Bangsi gat ekki við ráðið. Jóka hafði einhvern tíma verið kaupakona í sveit, og Simbi talaði við hana um búskap og bækur. Þau höfðu bæði lesið Kapitólu og Myrtuir í vagni og heyrt getið urn fleiri bækur. Þegar Bangsi iór að tala um sjósókn, eða ætl-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.