Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 46
236
Björgunarlaun.
IÐUNN
gat, sagði Bangsi t'il ])ess að halcla áfrani umræðunum
um veðrið og ótta Simba: — 0, maður hefir nú séð
hanin svartari en þetta, lagsi, það held ég að miaður
hafi ekki lagt það í vana sinn að fara frá línunum i
svona gjólu, en það er ekki nema von, að þú yrðir
hræddur, þú ert enn þá svo óvanur og kant lítið að sjó-
mensku, það er annað en að standa við slátt og svo-
Ieiðis dundur, en þetta kemur, bara að vera rólegur og
ósmeykur. Bangsia fanst hann mundi geta gert hezta
sjómann úr Simba, ef hann bara væri nógu þægur og
auðsveipur — einkum', í iandi. En Simbi var í illu skapi,
hann stóð upp og ætLaði að staulast frammí, til þess að
Iosna við að heyra meira af þessum fyrirlestri Bangsa
um sjómensku hans og hræðslu sína, en hann var ekki
nóigu rólegur eða stöðugur á fótunum, því um leið og
báturinn rann ofan af ölduhrygg, steyptist Sinibi út-
byrðis.
Um leið og báturinn flaug fram hjá Simba hjó Bangsi
annari stóru krumlunni í hálsmál lians og hélt fast,
þrátt fyrir átakið, sent báturino gerði. Simbi náði í
boröstokkinn og hékk þar hljóðandi. Án þess að sleppa.
takinu sneri Bangs-i bátnum upp i vindinn, og eftir
mikla fyrirhöfn heppnaðist honum að innbyrða Simba.
Bangsi horfðd á Simba, þar sem hann lá yíir þóttuna
og spjó sjónum, sem hann hafði drukkið. í huga hans
steig upp þögul þakkargerð til guðs fyrir að honum
skyldi hafa auðnast að bjarga mannslífi á sjó. Þeir
voru færri, form'ennirnir1 í jiorpinu, sem gátu stært sig
af því. Hann horfði næstum með lotningu á þessa renn-
votu hrúgu, sem engdist á þóttunni og öskraði, þegar
saltvatnisgusurnar brutust upp úr kverkunum. Hann var
sannfærður um, að nú yrði alt gott aftur. Simbi mundi
launa honum vel liigjöfina, og konan hans, hún Júka,