Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 81

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 81
IÐUNN Kreuger-æfintýrið. 271 ])örf félagsins. Það var.ð að finna leiðir til að draga að sér nýtt fjármagn; félaginu reið á að tvöfalda, prefalda, niargfalda fjármagn sitt. Þegar frá byrjun greiddi Kreuger hærri arð en áður hafði tiðkast, og hæstan ]>au árin, er kreppan tók að sverfa að og hrunið vofði yfir. Hann gerð'i það til pess að fá peningamiennina til að opna pyngjur sínar, og hann vissi hvað hanin söng. Það var honum ekkert aðaLatriði, hvort Kreuger & Toll og angar pess höfðu í raun og veru grætt pær upphæðir, sem vom taldar út siem arður, eða ekki. Qróðinn var í öllu falli bókfærslu-blekking og annað ekki, kominn að mestu undir mati pví, er félögunum sjálfum póknaðist að leggja á pappírsverðmæti sín. Aöalatriðið var að finna ráð til að soga til sín sem mest af fjármagni frá arðhungruðum pieningamönnum, sem eru alt af .fúsir til að leggja fram 100 krónur (í ár, ef peir búast við að geta fengið 20—30 krónur í arð að ári. Frá pví fyrsta greiddi Kreuger & Toll háan hlutaarð i peim einum tilgangi að draga til sín fjármagn. Það gerði hann mieð útboði nýr.ra og nýrra verðbréfa. Arðurinn var svo greiddur af pessum nýju fjárfram- Iögum. Því meir sem félagið pandi sig út og magnaðist. pvf hærri arð varð pað að gefa. Athyglinni varð að halda fastri fyrir hvern mun, áhuginn mátti aldrei fá tima til að dofna; hvert tækifæri varð að nota til pess að halda við og styrkja pað almenningsálit, sem sagði að alt yrði að gulli í höndunum á Kreuger. t iskjóii háa arðsins og hinnar bjargföstu trúar á fjármálahamingju Kreugers stigu verðbréf hringsins upp úr öllu valdi. Til pess var og leikurinn gerður. Hlutabréf Kreuger & Tolls seldust einatt við fimmföldu nafnverði og stundum miklu meira. En til pess að

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.