Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 16
206 Nesjamenska. IÐUNN ])ann, sein þar er lýst, þá er það víst, að í atigum sál- hreinna manna er vísan nærfærin lýsing á þeim hvöt- um, sem búa að baki væmnustu umvöndunarskiifun- umi um hnignandi siðgæði þjóðarinnar. Guðmundur naut einu sinni þess bedðurs, að vera bitbein oddborgaraháttarins fyrir djörfung og bersögli.. Síðlari árin hefir hann farið hamförum til þess að sanna, að það var óverðskuldaður heiður. Hann hefir leikið' það hlutverk með innfjálgri ánægju, að vera hirðtrúður nesjamenskunnar á Islandi. Þess vegna heldur hann fyiirlestra um bolsévisma og aðrar menningarstefnur,. sem haim hefir ekkert vit á. Þess vegna skrifar hann glaðklakkaralega grein eins og „Feimnismálin“ um ber- sögli yngri mannanna, og kennir þar bæði öfundar og. ergi. — Þess vegna snýr hann í villu og lýgi speki- orðum St. G. Stephanssonar, sem hann þykist þó dá, þegar hann er að íLaðra upp um auðvirðilegustu póli- tiska hjátrú samtíðar sinnar. Guðm. hefir einu sinni lagt í það, að „skýra“ þetta erindi í kvæði Stephans,. Kveld: Og þá sé ég opnast það eymdanna djúp, þar erfiðið liggur á knjám, en iðjulaust fjársafn á féleysi elzt sem fúinn í lifandi trjám, en hugstoia mannfjöldans vitund og vild er vilt um og stjórnað af fám. Þessir fáu ætlar Guðmundur að séu foringjar ör- bjargamannanna, málsvarar erfiöisins og féleysisins. Að hans skoðun em það þeir, sem villa um vitund fjöldans. öll „skýring" Guðmundar er ekkert annað en cfæs og stunur vegna „fúans", sem ekki fær að alast í friði á hinu lifandi tré. Þetta heitir að snúa Faðirvorinu upp á andskotann..

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.