Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 61
IÐUNN
Ögmundur Sigurðsson.
251
við sjálfan sig og vandlátur. Lengst af mun honuin hafa
leikið hugur á að mentas't betur til starfsins, fór tví-
vegis utan auk [>ess, sem áður er getið, 1917—18 til
Bandarikjanna og Canada, 1928 til Norðurlandanna og
Englands, og pá kominn fast að sjötugu.
Þetta er í stuttu máli það, sem um Ögmund er að
segja, ef telja skal innihaW venjulegrar æfisögu. En hitt
er miklu merkilegra, sem ekki getur í neinum skýrslum
eða skrám. Það er kensla Ögmundar, hið eiginlega
æfistarf hans. —
Svo hefir oft veriö mælt, og hefir hver eftir öðrum,
að kensla sé list. Það er alveg rétt, ef pesis er jafn-
fnamt gætt, að mikill hluti pess, sem kensla er kallað,
er, stcfnulaust stagl og málæði og kemur pví ekki hér
við mál. Ögmundur var einn pessara sára-sára-fáu
manna, sem kunni pau tök á viðfangsefnum sínum,
að á beztu stundum hains varð kenslan að list. Listin
verður einatt til með peim hætli, að listamannslundin
ságnar um stund, brýtur allan persónuleikann til undir-
gefni undir pað markimið, sem verið er að ná, og dregur
fram leifturhratt alla pá pekkingu og orku listamannsins,
eí pví má |)jóna. Þegar svo stendur á, deyr listamað-
urinn sjálfum sér og sínum daglegu markmiðum. En
petta á einnig við um „kennaralundina", sem fáum ein-
um er gefin og stundum getur breytt persónuleik pess,
er henr.i er gæddur, í ástríðinn, glaðværan fögnuð yfir
pví að tjá, gefa, greiða úr, skapa skilning, samhengi
og líf. Ég man nokkrar slíkar kenslustundir Ögmundar
Sigurðssonar og ekki annara kennara hérlendra, sem ég
hefi kynst. Og pessa munu fleiri minnast. En ögmundur
naut kunnáttu sinnar að pví, að hann sökk ekki niður í
stagl og pyrking á peim stundum, er hann skóp ekki
sem listamaður. Hann kunni til fullnustu hið mikiivæga