Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Qupperneq 25
IÐUNN
Heimskreppan.
215
mennirnir eru ánægðir meö. Þá er kominn tíimi til
þess að skirna út fyrir heimahagana. Hungrið vaknar
— eftir nýjum athafnasviðum, Jþar sem olnbogarúmið
er frjálsara og arðvonin meiri.
Þróun framleiðslunnar legst auðvitað á sömu sveif.
Fmmleiðslan er ekki auðmagnið, eins og stundum heyr-
ist gefið\ i skyn, en auðmagnið hvílir á framleiðslunni;
hún verður að bera það uppi. Hún má því ekki dragast
aftur úc í vexti, ef vel á að fara. Auðnumið land vierður
stöðugt að auka framleiðslu sína og vörumagn — ekki
svo mjög til að fullnægja þörfum fólksins, sem byggir
landið og að framleiðslunni vinnur, heldur til þess að
framleiðslan geti risið undir þeim byrðum, sem á henni
hvila. En nú er það ekki nóg, að framleiða vörur í sie;m
stærstum mæli. Vörurnar verða líka að seljast — og
seljast með hagnaði. Ef markaðina þrýtur heima fynir,
verður að ieita þeirra annars staðar, vinna þá og halda
þeim. Og þá er nú ekki amalegt að geta búið svo um
hnútana, að óvelkomnum keppinautum verði bægt frá,
svo maður fái að sitja að hlunnindunum einn og ó-
áreittur.
Alt ber þetta að sama brunni. Og er nú koimið að
undirrótum þeirrar græðgi til landa og markaða, sem
hefir einkent pólitik iðnaðarstórveldanna á siðustu öld-
Um, Það, sein meira en nokkuð annað hefir markað
svip hinnar sögulegu þróunar nú urn langt skeið, er
eininitt kapþhlaupið um nýlendur og markaði, baráttan
íýrir útþenslu auömagnsins.
II.
Alt fram að síðustu aldamótum voru Evrópuþjóðirnar
að nema ný lönd, vinna nýja markaði. Ameríka,
Ástralía, SuðUr-Afrika, svo að nokkur séu nefnd, voru