Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 88

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 88
278 Dæmisaga. IÐUNN sjö sóknir. Og kæmi það fyrir, að Kölski gengi fram hjá kirkju á sunnudegi, þá brást það ekki, að presturinn stæði í stólnum og predikaði um hann. Það voru ófagrar sögur, sem Köiski fékk að heyra um sjáifan sig. Unga inenn, sem stunduðu guðfrœði- nám, hafði hann látið tálfríðar meyjar glepja, og heið- arlegan víntappara hafðii hann flekað til að bianda messuvínið vatni og síðan snúið hann úr hálsliðnum í kjailaratröppunum og haft sálina á brott með sér. Og til konu sjálfs prestsins hafði hann komið og útmálaö fyrir henni svo skelfiiega hliuti um fýsn holdsins, að hún hafði gleymt sér og bnent kálfasteikina. Kölski varð alvarlega skalkaður yfir þessum ákær- um. Hann hafði aldrei fyr hugsaö út í jretta neitt að ráðí; sennilega hafði homun fundist, að svona hlyti það að vera það fylgdi óhjákvæmilega með emb- ættinu. En þegar hann nú heyrði þetta með eigin ■eyrum, og það frá sjálfum predikunarstólnumi, var honum þegar Ijóst, að við svo búið mátti ekki standa, og hann bölvaði sér í sand og ösku upp á það, að hér eftir .skyldi verða annað snið á hiutunum. Sálunum, sem hann hafði i hítinni, slepti hann út um- svifal'aust. Sumar þeirra flöksuðu þegar upp á orgel- gnindina og ýldu hljóðlega af gleði yfir frelsuninni, og sumar fóru út í kirkjugarð og settust þar, hver á sitt leiði, og hörmuðu dauða siinn. En sú allra syndugasta fór rakleiðis í meðhjálparann og gekk inn í skrúðhúsið íil þess að fá sér hjartastyrkingu. En Kölski Jiaut beina leið heim. í helvíti. Hann var svo kátur, að hann söng við raust: „Svo skal þá Sat- ans ríiki — —“, þvi nú var hann ákveðinn í aö bæta rá'ð sitt og láta af illum verkum það sem eftir væri æfinnar.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.