Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 12
.202
Nesjamenska.
IÐUNN
en svo, að hin mikillúki kona fesfi ófakmarkaða ást á
hálfvöxnum, fomgiim og skœlandi pilti.“
Pað er nú svo.
HeFði viðfangsefnið verið fróðlegra, ef maðurinn hefði
verið jafnoki konunnar að auði, aldri og metorðum,?
Höf. finst Jón Trausti bregðast því að skýra þetta
sálfi'íeðilega. I stað þess „dregur hann tafarlaust fram
blygðunarleysis-tiihneigiingu og gimdarástríðu konunnar,
og upp af pessu lætur hann spretta óslökkvandi ást".
„Svo nærri dýrinu flytur J. Tr. tigmisfu konuna, sem
hann finnur í landinu á þeim tíma. Þenna svarta blett
setur hann á kvenþjóðina." Sömu sökum er Jón borinn
um meðferð sína á öðrum „tignum" konum í öðrum
sögum.
Petta þarf engra skýringa.
Það þarf ekki einu sinni að benda á hugsanagrautinn
og bögubósaháttinn. Og þaðan af siður á höfðingja-
<lekrið, undirlægjuháttinn og oddborgaratóninn. Að end-
ingu sigar Árni Jakobsson fjárveitingavaldinu af ein-
stakri alúð á höfund þessara meinlausu sagna. Petta
var 1916 og þótti skörulega gert þá. Höf. gekk í Fram-
sóknarflokkinn, sem einmitt varð til um þær mundir,
og má gera ráð fyrir, að hann þyki þar jafnan hafa'
skipað rúm sitt með sóma.
Nú liða 16 ár, og borgarastéttin íslenzka virðist ekkj
ætla að eignast dimað eins pennaljós til þess að slá
vafurloga um velsæmið í íslenzkum bókmentum. Þörfin
er heldur ekki sérlega brýn. Nýju skáldin feta trúlega
götú hinna gömlu í formi og viðfangsefnum. ÞaÖ er
tíðindalaust á þessum vígstöðvum um skeið, og hetj-
urnar slíðra sverð sín.
En nú rennur upp ný öld.
í kjölfar togaranna og stríðsgróðans rennur upp fyrsti