Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Síða 94
284
Bækiir.
IBUNN
í tros, og þá kom upp úr henni stæröar síli. Guðbrandur
Jónsson leggur sögur sinar í smíð eftir sömu náttúrulögum
og peim, sem stýra næringaröflun pessara dýra. 1 fjórum
sögunum að minsta kosti er saga innan í sögunni, og
sums staðar önnur saga innan i þeirri sögu. Pess háttar
garnaflækja söguefnanna þykir nú heldur fornfáleg, og
leyfa vandvirkir höfundar sér slíkt ekki í smásögum, svo
ekki sé meira sagt.
Sögurnar eru æði misvel sagðar. Tvær eru úr sögu is-
lands (Pygmalion, Erfðaskrá Gottskálks grimma). Þar nýtur
höfundur fröðleiks síns og nærfærni um íslenzka fortíð, og
stíll hans, sem hvarvetna dregur liátíðlegan og hálfháðskan
seim, nýtur sín þar vel. Þessar sögur mega kallast sæmi-
legar, þrátt fyrir það, þó að i Pygmalion sé lýsa i .maga
þorsksins. Allvel eru og sagðar: „Óþolinmæði" og „Vinnu-
hendur“. Óþolinmæði er saga Vestur-lslendings, sem hraöar
sér heim alt hvað af tekur eftir langa útivist og skýtur sig
með skammbyssu frá Klondyke eins fljótt og því verður
við komið eftir heimkomuna. En alt um það, Eiríkur E.
Harold er skiljanleg persóna, og það er góðra gjalda veri.
Vinnuhendur segja frá venjulegum lagaslána í Reykjavik,
uppskafningi og aflagi. Hann er margra manna maki að
kvensemi, en festir að Iokum ást á dáfríðri vinnukonu. úr
sveit. Heimilið, foreldrarnir eru venjulegir útgerðarburgeis-
ar, sem hafa gengið sinn lögboðna framaferil á enda, frá
svindilgjaldþrotinu upp í fálkakrossinn, og eru nú höfnuð i
hégóma, eins og gerist. Á þessu umhverfi sigrast nú ást
hins unga manns til vinnukonunnar. Þetta er fjarska ótrú-
legt, en fallegt og viðfeldið eins og gamalt fjarstæðukent
sálmvers, sem maður raular án þess að trúa einu orði af þvi.
Halastjarnan er skemtileg smásaga um alþingi glettin
og góðlátleg lýsing á aðaliðju Jiingmanna, hrossakaupunum.
Þar hefði nátiúrlega farið vel á dálitlum gusti af karlmann-
legri fyrirlitningu, en vitanlega fer það eftir innræti les-
enda, hvort þeir gera kröfur til slíks. Hér í sveitinni er
fólk soleiðis innrætt, aö það er engin hætta á, að bókin
missi kaupenda, þó að ekki sé harðar tekið á hrossakaup-
unum.
Guðbrandur Jónsson er ekki skáld, en hann kann þá list