Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Page 60
250
ögmundur Sigurðsson.
IÐUNN
fékk ég útsýn yfir ný svæði. Það var hin mesta nautn.
Og inn í þessar endunninningar er ofdn endurminnimgin
um Þorvald Thoroddsen, sí-leiðbeinandi, er leysti úr
ölium spurningum, kom ætíð fram sem jafningi, sí-
þægilegur og allra manna jafnlyndastur."
Og petta var áreiöanlega góður skóli. Úr brunni pess-
ara endurminninga og þessarar reynslu jós Ögmundur
í kenslu sinni til pess síðasta. Hann lagði aldrei og par
varð aldrei þurð.
Ögmundur telur sér aldrei hafa látið ritstörf, en ég
efa að svo sé, þótt ekki hafi hann ritað harla mikið.
1 „Tímarit uim uppeldi og mentamál" skrifaði hann um
sköla á Suðurnesjum, skóla á Finnlandi og landafræði-
kenslu. Greinin um landafræðikensluna er í raun og veru
stórmerkileg. Eftir aliia þá tugi ára, er siðan eru liðnir,
er mér ekki kunnugt um, að neitt hafi komið fram, er í
verulegum atriðum hrófli leiðbeiningum Ögmundar um
aðferðir og skilning á kenslu í þessari grein. Og hvort
sem sú hefir verið ætlun Ögmundar eða ekki, þá er i
henni fólgið mikið af kenslufræði annara greina. Og
stíllinn einkennilega látlaus og lifandi. Hann minti mig á
gamLar kenslustundir. — Ögmundur gaf út litla reikn-
ingsbók um aldamótin, ætlaða smcVbörnum og bygða
á æfingum með kennaraefnum í smábarnabekk. Var
það ætlun Ögmundar að rita fleiri slíkar bækur og í
fleirum greinum. En er starfi hans lauk við kennara-
deildina, lauk' einnig þeirri ætlan. Mér er í grun, að
það hafi verið allmikill skaði. Reikningsbókin er tekin
saman af dæmalausri nærfærni irm getu barna og skiln-
ing, þó að gleymst hafi síðan, og svo get ég, að orðið
heíði um fleiri bækur.
ögmiunidur unni mjög starfi sín.u, hafði óbilandi trú á
gildi og nytsemi alþýðufræðslunnar og var strangur