Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 70
260 Kreuger-æfintýriö. IÐUNN eí pó blákaldur vieruleiki. Jafnframt hafði hringurinn orðið að kenna útlendingununi sænska framleiðslutækni, pví annars myndu verksmiðjur hans í öðrum löndum hafa verið reknar með tapi. Nú kemur petta Svíum í koll, pegar borg Kreugers er hrunin. Það er næsta ó- liklegt, að Svípjóð vinni nokkurn tíma aftur sJíka aðstöðu á pessu sviði, sem landið hafði áður en paö gerðist eldspýtnastórveldi. KREUGER & TOLL. Hlutafélagið Kreuger & Toll var stofnað 1911 með 1 milj. kr. hlutafé. Upphaflega var pað byggingarfélag, sem að vísu hafði aðalbækistöð sína og meginstarfsenii í Svípjóð, en teygði pó brátt anga sína til Finnlands, Rússlands, Þýzkalands og jafnvel víðar. Tilhneiging sú til útpenslu, er ávalt siðan einkendi Kreuger-hringinn, kom strax> í Ijós. Eins og áður er frá skýrt, náði pað tökum á eldspýtnaiðju Svfa árið 1913, og eftir pví sem árin liðu gerðist pað lítt við eina fjöl felt. Árið 1917 var byggingarstarfsemin greind frá og gerð að sérstöku félagi, Byggingar-hlutafélaginu Kreuger & Toll. Um svipað leyti varð til Sænska eldspýtnafélagið, sem áður er getið, og var pað önnur greinin út frá frum- stofninum. Þannig myndaðist eitt félagið af öðru, og hélt sú fjölgun áfram alla tíð síðan, en öll v'oru félög pesisi í tengslum og mynduðu einn viðskiftahring, er ýmist var nefndur Kreuger-hringurinn eða Eldspýtna- hringurinn. Frumstofninn eða móðurfélagið, Kreuger & Toll, gerðist, er stundir liðu, hreint fjármálafyrir- tæki, sem ekki rak neina verklega iðju, en var paö, sem Ameríkumienn nefna „a holdmg company“.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.