Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 58

Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Side 58
248 ögmundur Sigurðsson. IÐUNN I Flensborg hafði um nokkurt skei'ð farið fram undir- búningur kennaraefna með námsskeiðum á vorin. 1896 er þassum námsskeiðum breytt í eins árs nám, auk gagnfræðamentunar. Þá u:m haustið er ögmundur ráð- inn kennari til skólans. Tókst hann á hendur kenslu í ensku, landafræði og nátlúrusögu við gagnfræðaskól- ann, hafði með höndum meiri hluta kenslunnar í æf- ingadeild kennaraskólans og undirbúning og æfingar kennáraefna i sögu, íslenzku, landafræði, náttúrusögu, eðlisfræði og reikningi. Þetta, var geysimikið verk, fjöl- þætt og vandasamt. Og nú reynir fyrst í alvöru á kenn- arahæfileika Ögmundar. Það er almanna rómur, þeirra, er þá höfðu kynni af Ögmundi, aö hann hafi leyst starf sitt af hendi snildarvel. Hann iagðí í það mikla alúð og vinnu, var sifjörugur, hugkvæmur og laginn, svo að nemendur hans bregða því enn við. Hann var þá enn á léttasta skeiði og nýr af nálinnji úr kennaraskólanum í Chicago. Er ekki nokkur vafi á því, að hann var hæf- astur tiil þessara starfa þeirra manna, er þá voru hér uppi og völ var á. Þegar kennarasikólinin í Reykjavik var stofnaður 1907, sótti Ögmundur um sanis konar stöðu við hinn nýja skóla sem þá, er hiann hafði haft í Flensborg, en var hafnað. Varð það til þess, að Ögmundur vann í Flens- borg það er eftir var og á meðan starfskraftar entust. Þá er Jón Þórarinsson varð fræðslumálastjóri, gerðist Ögmundur skólastjóri í Flensborg og hafði stjórn skól- ans á hend,'i, í 23 ár. 1912 var eimun bekk bætt við skól- ann og hann gerður að gagnfræðaskóla með þriggja vetra námi. Skólmn efldist undir stjórn Ögmundar: námið óx og aðsókn að skólanum. Gerðist það nú all- títt, að piltar tækju að ganga úr Flensborg beina leið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.