Iðunn : nýr flokkur - 01.09.1932, Blaðsíða 95
ÍÐUNN
Bækur.
285
að rabba án þess að verða mjög leiðinlegur og hefir á sér
snið hins lagna blaðamanns í framsetningu. Petta er ekki
mikið lof, en Guðbrandur á það svo langt sem það nær. Og
þó að bókin skilji ekki eftir í huganum skýrar minningar
um mikil örlög og magnaðar ástríður, og þó að hún kasti
ekki leitarljósum djúpt inn í sálir persónanna, sem þarna
er lýst, þá er sú íþrótt ekki að engu metandi að rita eins
og fullveðja blaðamaður í þessu landi listabaslsins og rim-
sönglsins og hins hátíðlega vesaldóms í bókmentum. Guð-
brandur fjallar- um efni sitt eins og víðförull maður um við-
ræðuefni, ekki eins og listamaður, sem stjórnast af list-
rænni ástríðu. Lesandinn fær hvergi aðkenningar af því
að verða hrifinn, en hann hefir heilsusamlega tilfinningu
um það, að ekki sé verið að bolast við að gera hann að
betra manni.
Jónas Jónsson fró Efstabæ.
Hestar. Höfundur Theodór Arnbjórnsson
frá Ösi. Búnaðarfélag islands, 1931.
Þá var þörfu verki hrundið af stað, er Búnaðarfélag is-
lands hóf að gefa út búfræðirit sín. Þó kyngt hafi niður
ódæma kynstrum af leirburði í bundnu máli og óbundnu,
þá hefir verið harla lítið um góðar fræðibækur í hinum
hinum ýmsu starfsgreinum manna hér á landi. Svo snauö
hefir búfræðin verið af bókum á íslenzku máli, að til
skannns tíma hefir orðið að nota bækur á erlendum málum
við byrjunarnám í bændaskólunum, þó fæstir nemenda
hafi skilið nokkuð til hlítar í þeim málum, sem bækurnar
voru prentaðar á. Enda hefir árangurinn af náminu orðið
einna líkastur því, sem neinendur hefðu setið allan náms-
tímann yfir bókum, sem þeir skildu ekkert orð í. Og svo
hefir það verið í raun og veru. —
Hestar Th. A. er hin prýðilegasta bók. Rituð á fallegu
alþýðlegu máli og prýdd fjölda góðra inynda, sem þó eru
ekki á sem lieppilegustum stað í bókinni.
Höf. skiftir bókinni í 4 aðalkafla, er heita: Hestakyn,
Auðkenni, bygging og gangur, Tamning og notkun, Hús,
hirðing og fóðrun. Sennilegt er, að þeir, sem enga bóklega
þekkingu hafa-.í þeim fræðum, sem bókin fjallar um, hafi