Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 5

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 5
ÍÐUNN Þér skáld. 259 Frá gulnuðum bókar blöðum hin blessaða angan streymir. — Sem meyjunnar vangi er mýktin í hætti, er minningar yðar geymir. Og sjálfur ég lifi þá sælu, er sál yðar töfraði mest . . . og stjörnubjört hvolfþekja aldanna yfir þeim ársal, er hýsir mig þreyttan gest. — I frama lifðuð þér fæstir og félluð móðir úr seti. . . . Þér ættuð að rísa og sjá yður sjálfa í sóldýrð á Hofmannafleti. — Þér eruð dýrlingar dagsins, nú dá yður menn og víf. — Með andlátsfregninni orðstírinn hófst — með útfararsálminum jarðneskt líf. Stefán frá Hvítadal

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.