Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 6

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 6
IÐUNN Lífsviðhorf guðspekinnar. Eftir C. Jinarajadasa. (Erindi flutt í Nýja Bío 4. sept 1927.) Engin skepna jarðarinnar er jafn-eirðarlaus og maður- inn. Hann er síleitandi og síóánægður. Dýrið hefir að eins örfáar þarfir. Það þarf að afla sér bráðar, verja sig fyrir árásum annara og fullnægja æxlunarhvöt sinni á ákveðnum tímum. Þannig lifir dýrið; það er sífelt bú- ið til varnar og til þess, að hrifsa til sín nauðsynjar sínar. Líf mannsins er orðið fjölbreyttara en dýrsins vegna þess, að hann er hugsandi vera. Hann áformar og vinnur að framkvæmd áforma sinna, en það er dýr- inu ofvaxið. Verður hann þess var, er hann tekur að gera áætlanir fyrir framtíðina, að hann er hluti af um- hverfi og fyrirætlunum, sem hann hvorki hefir samið né ræður við. Þá fer maðurinn að reyna að skilja. Dýrið reynir það ekki; það lifir að eins fyrir augnablikið og tekur á móti sársauka og vellíðan eftir því, sem fyrir fellur. Maðurinn neyðist líka til að taka á móti því, sem að höndum ber, en hann spyr: Hvers vegna ? Það er þessi eilífa spurning, er altaf vaknar innra með mann- inum, sem býr honum þyngstan harm og æðsfu sælu. Austrænir heimspekingar hafa íhugað gaumgæfilega þessa sífeldu þrá eftir fullnægju, enda þótt það sé fyrst nýlega að vestræn sálarfræði hefir uppgötvað þessa hlið sálarlífsins. Þeir, sem fást við sálargrenslan kalla þefta libido, þ. e. ástríðu eða ósk. Buddha kallaði þetta Tanha, þ. e. lífsþorsta. Nútíma sálargrenslan greinir lífsþorstann,

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.