Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 9

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 9
IÐUNN Lífsviöhorf guðspekinnar. 263 enn færar um að heyja hina hörðu baráttu Moksha, þetta frelsisstríð, sem í fyrsta sinn opnar augu sálarinn- ar fyrir þeim krafti, þeirri vizku og þeirri elsku, sem í henni býr. Lítill hluti mannkynsins nú á dcgum er kominn á það stig, að hann þráir ekki lengur Artha eða Káma — jafnvel ekki hinar æðri tegundir. Þeim, sem svo er far- ið, vita að lífið er vissulega ánægjulegt með öllum þeim þægindum, sem menningin hefir á boðstólum. En listir og vísindi, viðkvæm ást milli vina og samverkamanna, sameiginleg leit eftir lausn frá lífsleiða — ekkert af þessu hefir framar aðdráttarafl fyrir þá. Það hefir ekki aðdráttarafl fyrir þá af þeirri einföldu ástæðu, að þeir hafa komið auga á annað, sem dregur þá með sterkara afli. Hið nýja afl er Moksha, þráin eftir lausn. Þegar þessi þrá vaknar, verður manninum það óhjákvæmilega nauðsynlegt, að skilja. Hann reynir fyrst að skilja, síðan að trúa. Þessi skilningur getur fengist með umhugsun og rannsókn á staðreyndum, eða hann getur komið með innsæi. En á þessu stigi geta skuggar sannleikans ekki fullnægt sálinni. Hún verður að þekkja sannleikann sjálf- an, hversu lítið brot af honum sem hún getur tileink- að sér. Guðspekin kemur með undursamlega fræðslu til þeirra sálna, sem eru að berjast fyrir lausn og reyna að skilja hið leyndardómsfulla eðli sjálfra þeirra. Eg vil nú leitast við að koma yður í skilning um hver er boðskapur guðspekinnar til þeirra, sem leita ekki fyrst og fremst hamingju, heldur Iausnar. Guðspekin heldur því fram, að samfara lausninni sé hin æðsta sæla. En sú sæla er ekki fólgin í því: að þyggja, heldur í hinu: að gefa. Það er hægt að full- nægja þessari þrá vorri eftir skilningi og lausn. Hið

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.