Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 13

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 13
IÐUNN Lífsviðhorf guðspehinnar. 267 er ég«, tekur ekki minstu breytingu við líkamsdauðann. Allar hugsanir, allar tilfinningar, allar minningar — með öðrum orðum: öll skapgerðin, er nákvæmlega hin sama eftir líkamsdauðann. Eina breytingin er sú, að líkaminn er ekki lengur notaður. Hjartað er hætt að slá; það hefir verið lokað fyrir rafmagnsstrauminn, sem hreyfði vélina. En rafmagnið er altaf fyrir hendi, hvenær sem straumnum er hleypt á. Dauðinn gerir litla breytingu. Lífsmeðvitundin heldur áfram óbreytt — út yfir gröf og dauða. Vandamálin eru hin sömu, hvort sem menn eru lífs eða liðnir. Framliðni maðurinn, sem lifir í geðlík- amanum, getur spurt jafnt og fyrir andlátið: Er þessi geðlíkami minn varanlegur ? A ég eilífa sál ? Eða líð ég bráðlega undir lok ? Er hægt að sanna að ég sé eilíf og ódauðleg vera ? Vér sönnum ekki ódauðleikann, þótt vér sannfærumst um áframhald lífsins eftir líkamsdauðans. Vér ættum því heldur að skoða alla myndina, sem maðurinn er að eins lítill hluti af. Skoðum fyrst takmarkalínur heildar- myndarinnar, áður en vér förum að rannsaka einstaka hluta hennar. Þá munum vér sjá, að maðurinn getur ekki verið til án alheimsmyndarinnar, eins og líka að heildarsamræmið vantaði í myndina, ef manninum væri kipt þaðan burtu. Það er þessi skilningur, að maðurinn sé óaðskiljan- legur hluli alheimsins, sem gefur honum gildi. Vestræn guðfræði segir að guð hafi skapað manninn. Þessi skap- aða skepna guðs á síðan að vera honum undirgefin, og æðsta sæla hennar á að vera í því fólgin, að hugsa um gæzku hans og náð. Sá skilningur er ekki auðfund- inn í venjulegri kristinni kenningu, að maðurinn sé nauð- synlegur til að framkvæma hinn guðdómlega vilja, að án samvinnu mannnsins sé guðs verk ekki fullkomið. En

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.