Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 19

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 19
IDUNN Lífsviðhorf guðspehinnar. 273 unarhæfileikum listamannsins. Og það kunna að koma fram mótbárur gegn slíkri skoðun. Því að hversu fáir eru ekki málarar, myndhöggvarar, byggingameistarar eða tónsnillingar ? Hvernig er hægt að segja að venjulegur maður skapi, úr því að hann getur aðeins lært að meta verk sannra listamanna þegar bezt gengur. Svar mitt er það, að sköpun er ekki aðeins starf þeirra manna, er vér köllum listamenn. Umhverfi vort verður að kenna oss að nota ekki orðin: sköpun og listamaður í jafn- þröngri merkingu og tíðkast hefir. Einhvern fagran vor- morgun kunnum vér að ganga um yndislega fjallshlíð, alþakta grænu laufi. Fáum dögum síðar er hlíðin öll blómskrýdd. Litlu, smágerðu jurtirnar unnu ekki á neinu listaverkstæði og þær höfðu engan kennara. Samt sem áður sköpuðu þær listaverk, þar sem blóm þeirra eru. Stundum eru þessir litlu starfendur nefndir illgresi, og þó sýna þeir í starfi sínu fullkomna kunnáttu listamanns- ins. Hverjir eru meiri listamenn en litlu börnin, sem með fullkomnum yndisþokka hvílast eftir liðinn leik? Hver einasti maður, karl eða kona, getur skapað eitt- hvað fagurt — hugsun, tilfinning eða verk — sem sýn- ir hinn dulda Iistamann, enda þótt aðrir sjái hann ekki. Skaparinn sýnir í sköpunarverki sínu fegurð hinna guðdómlegu fyrirætlana og hinn óendanlega yndisleik veraldarskaparans, guðs. Alt, sem í kringum oss er, er hráefni, sem oss er ætlað að vinna úr hið fullkomna listaverk. Vonir vorar og draumar, sorgir og örvænting, eru litirnir á litaspjaldi voru. Ef vér fengjum eitt ein- asta innblásturs-augnablik, þá sæjum vér þegar í stað hvar vér ættum að standa, til þess að geta málað skjót- lega þær sýnir, tilfinningar og fyrirbrigði, sem hafa vakn- að í huga vorum. Efnið til að skapa úr er alstaðar fyr- ir hendi, hvort heldur eru litir regnbogans handa mál- 18

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.