Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 21

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 21
IÐUNN Lífsviðhorf guðspeltinnar. 275 á Gyðingalandi forðum: »Hann raðar öllu niður með afli og mildi«. Sannur guðspekingur sér alla hluti í kringum sig op- inbera lög og samræmi og breytir sjálfum sér í mynd þess, sem fagurt er. — Líkt og vorsólin gyllir hauður og haf og vekur gleði og lofsöngva skepna skaparans, þannig er og guðspekin ljós, sem breytir öllu útsýni til batnaðar og vekur lofgerð í brjóstum þeirra, er veitt hafa henni viðtöku. Það guðlast getur ekki lengur búið í hjarta manns- ins, að guð snúi nokkru sinni baki við nokkru barna sinna, að hann dæmi nokkra sál til eilífrar útskúfunar, enda þótt hún í blindni sinni óhlýðnist vilja hans. í þess stað kemur sannfæring um að guð hafi ákvarðað öllum skepnum sínum, æðri og lægri, eilífa sáluhjálp. Ef vér rannsökum trúarbrögð mannkynsins, sjáum vér ljóslega, að sérhver þeirra eru aðeins sem eitt orð af munni guðs, að hið guðlega áform þarf á öllum siðmenningum heimsins að halda, til þess að ná takmarki sínu, að guð hefir þörf á öllum vísindagreinum, hversu efnishyggju- kendar sem þær kunna að vera, öllum heimspekikerfum, hversu neitandi sem þau eru, öllum greinum listarinnar, hve veraldlegar sem þær eru. Á öllu þessu þarf hann að halda, til þess að kalla fram hjá börnum sínum eðli sjálfs sín, sem fólgið er með þeim. Slíkar opinberanir og þessar hljóta að gerbreyta heim- inum í augum þeirra, sem leggja stund á guðspeki. Hvert sem maðurinn lítur, hvort heldur er á jörðina, himnaríki eða helvíti, sér hann sömu guðdómlegu fyrir- ætlunina að verki; hvort sem hann festir augu á synd- aranum eða hinum heilaga manni, kristnum manni, Hind- úa, Múhameðstrúarmanni eða vantrúarmanni, þá sér hann alstaðar unnið að sama listaverkinu, því, að gera

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.