Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 23
IÐUNN
Lífsviðhorf guðspekinnar.
277
getum komið auga á og það er: að fyrirætiun guðs
fær ekki framgang, nema með vorri aðsfoð.
Ef vér viljum aðeins hlusta, munum vér heyra þús-
undfaldan boðskap um líf, ljós og gleði. Fyrirætlun guðs
starfar í hjörtum vorum, eins og lífsstraumurinn starfar
í rótum og legg rósarinnar og vinnur að því, að búa til
blómið. Þetta er sá leyndardómur lífsins, sem Dante sá,
og í orðum hans felst fagnaðarboðskapur til vor allra:
»Eg hefi séð veturinn allan, harðhnjóskulegan og stugg-
legan, gægjast gegnum rósarunnann, en seinna um há-
vetrarleytið bar hann mér rós«.
Þessi rós, sem springur út um hávetrarleytið, er hið
fullkomna listaverk, sem samkvæmt guðlegri ákvörðun
er falið undir hjartarótum hvers einasta manns. Ur ang-
ist vorri gerum vér mynd, sem getur sannað þeim, er
sjá hana, tign þjáninganna. Úr áralangri sveltu vinnum
vér útsæði, sem gefur af sér uppskeru þá, er nært get-
ur þúsundir manna. Ef einhver gæti nú aðeins sýnt oss
vorrósina mitt í vetrarhörkunum.
Sorgarleikur lífsins er í því fólginn, að vér rekum oss
á forlögin hvað eftir annað, þegar vér erum að leita að
lystisemdum lífsins. Það er eins og þegar litlir brum-
knappar koma á tréð snemma á vorin, en hretið kemur
og deyðir þá, svo berar greinarnar standa eftir. Forlögin
hafa hvað eftir annað deytt vonir vorar um að finna
oss sjálf. Ef vér gætum aðeins sannfærst um það, að á
bak við forlögin er skynsamlegur tilgangur, sem vill leiða
oss til sælu að lokum. Þetta er einmitt það, sem guð-
spekin sannar bæði skynsemi og innsæi. Hvað eftir ann-
að bregður fyrir oss mynd af því, sem vér eigum að
verða — yndislegri, fjarlægri mynd, sem er í eðli sínu
fullkominn sannleikur, fegurð og gæzka. Það, sem Drott-
inn segir við Mefistófeles í „Faust“, er ekki aðeins fög-