Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 27

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 27
IÐUNN Lífsviöhorf guöspekinnar. 281 sæmd, er dómari yfir lífi sínu og sá, er umbunar eða refsar. Sérhver maður getur haft örlögin í hendi sér, ef hann hagnýtir sannindi þessi í lífinu. Hann getur fundið frið hið innra með sér, þrátt fyrir storma efasemda og girnda. Hann getur fundið aflið hið innra, þrátt fyrir alla ósigra fortíðarinnar. Hann getur fundið innra Ijós, þrátt fyrir myrkrið, sem umkringir hann. Því að maður- inn er sjálfur vegurinn, sannleikurinn og lífið. En þessi leyndardómur verður honum því að eins ljós, ef hann reynir af alvöru og einlægni að hætta að heimta, en leggur stund á að skapa og gefa. Hún er engin smáræðis uppgötvun, þessi þekking: að ef guð hafi heim skapað, þá búi og sá sköpunarmáttur hans í oss; aó svo framarlega sem guð sé kyrð og ei- lífur friður, búi og friður og sæla allra himna í oss. Ef vér vitum það, ekki óljóst, heldur með óbifandi sann- færing, að allir vorir dýrustu draumar munu eitt sinn rætast, þá leysum vér úr læðingi vizku, kraft og fegurð þá, er í oss býr. Það er sú vitneskja, er hin forna speki lætur öllum þeim í té, er leita hennar. Það er sú þekking, sem vekur sigurfögnuð í brjóstum sannra guð- spekinga. Því að til er eitt orð, sem .betur lýsir guð- spekinni en langar útskýringar og það orð er: sigur. Sá, er lifir samkvæmt guðspekinni, er ætíð fagnandi hið innra, enda þótt ytri þjáningar séu hlutskifti hans. Vér, sem höfum leitast við að lifa samkvæmt guðspekinni, höfum nú þegar fundið nokkurn frið og sigurgleði. Og vér vildum veita öllum heimi þátttöku í gleði vorri. Þess vegna erum vér guðspekifélagar og förum um víða veröld, til þess að benda mönnum á guðspekina — Þenna gleðiboðskap lífsins. Nokkrir guðspekinemar þýddu.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.