Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 29

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 29
IÐUNN Lotofagar. 283 Við yztu haísbrún röðull hvildi í ró á rauðum vesturhimni. Um gljúfraslóð þeir litu opnast dal, er innar dró. Um drög og hæðir pálmafylking stóð og vallarliljur vöfðu engi hljóð. Það var sem eilífð ríkti um þetta svið. Með húmföl andlit, dökk við geislans glóð, að gnoðarborðum eftir skamma bið kom dapurleitt og brámilt Lótófaga lið. Aldin og blóm af undrateinung þeim þeir öllum báru. En þeim, er hlaut þá gjöf, fanst aldan gjálpa annarlegum hreim og andvarpa við fjarra stranda nöf, — í órafjarska þjóta harmþung höf. Og hæfi einhver máls í flokknum þar, var rödd hans ómlaus, eins og raust úr gröf. lians andvaka sem djúpur blundur var. Og hjartslátt hans sem söng að eigin eyrum bar. Þeir tóku hvíld um gulan sævarsand, þar sól og máni skein á hvora hlið. Og Ijúft þá dreymdi um fjarlægt föðurland, um fljóð og barn og man — en úthafið þeim blasti við sem ófært auðnarsvið. fiver ár varð blýþung, særinn dauðakaf. Þá mælti einn: „Vér hættum heimför við“. Og hinir sungu: „Bak við órahaf er eyjan vor, og hér vér unum héðan af“. Magnús Asgeirsson hi'ddi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.