Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 42

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 42
296 Annie Besant. IÐUNN austri* stofnað 11. jan. 1911. Það er alþjóðafélag, sem náð hefir mikilli útbreiðslu um víða veröld. Tilgangur þess félags var að undirbúa komu meistara, andlegs leið- toga, frelsara allra manna, Krists, sem allir félagsmenn vænta mjög bráðlega. En forseti þessa félags var J. Krishnamurti, fóstursonur Annie Besant. J. Krishna- murti er hámentaður ungur Indverji, sem stundað hefir nám í bestu háskólum Englands og Frakklands. í barn- æsku dýrkaði hann Shri Krishna. Allir, sem hafa séð hann, eru sammála um það, að þróttmeiri göfgi og kær- leikur búi honum í brjósti en í nokkrum öðrum manni, sem þeir hafa séð. Skarpskygni hans hefir alla tíð ver- ið við brugðið, ljómanum í augum hans og geislandi hlýjunni í viðmóti hans. Næstum yfirnáttúrleg fegurð, ró og yndi býr í öllu fasi hans. A fimtíu ára afmæli guðspekifélagsins, sem haldið var dýrlegt í Adyar 1925, skeði það 28. des. að viðstöddu miklu fjölmenni úr flestum öllum löndum heims og eftir vitnisburði þess, ^ð mannkynsfræðari, heimsmeistari tal- aði þar nokkur orð í fyrsta sinn fyrir munn lærisveins síns, J. Krishnamurti. Einn Islendingur, séra Jakob Kristinsson, var þar viðstaddur og hefir hann lýst at- burðinum í ræðu og riti. Þetta stóð yfir aðeins í nokk- ur augnablik, en fólkið varð gagntekið af elsku og lotn- ingu. Nú er sagt, að þessi andlega göfgi sé orðin var- anleg með Krishnamurti, heimsmeistari »sá sem koma skal«, sé enn einu sinni mitt á meðal vor á jörðúnni, til þess kominn að kenna og hjálpa yngri systkinum sínum. Hann hefir þegar hlotið nokkra fylgismenn. Og nokkra helstu forvígismenn guðspekistefnunnar hefir hann valið sér að postulum: Annie Besant, C. W. Lead- beater og fáeina aðra. Sennilegt er að J. Krishnamurti verði höfundur nýrra trúarbragða þegar fram líða stund-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.