Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 44

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 44
IÐUNN Jól. Bernskuminningar. I. Nú er jólanótt. Ég ligg vakandi í rekkju minni. Fólk alt í baðstofunni er sofnað. Við höfðabrík rekkju minnar stendur grænn kistill og ofan á honum rauður snældustóll með hillu. A hillunni brennur stórt kongakerti í bláum Ijósastjaka rendum. — Auk þess brennur á olíulömpum tveim í baðstofunni. Ofan á sæng minni liggur Mjallhvít — æfintýrið. — Ég hefi tvílesið hana alla síðan ég háttaði. — Dásam- ari sögu hefi ég aldrei lesið né heyrt. Mjallhvít var gef- in mér í jólagjöf. Auk hennar gáfust mér — ein spil og þrjú kerti. Ég strýk sængina slétta og legg mannspilin í raðir ofan á sængina. — Hvílíkt skraut! — að nokk- ur maður skyldi geta til búið annað eins. — Kynlegt er að pabbi skyldi ekki vita, hvað maður sá hét. — Ég skygnist fram yfir rekkjustokkinn. — En hvað" gamla strengjaklukkan gengur hratt og glaðlega. A klukkuskífuna — yfir rómversku tölunni tólf — er mál- uð mynd af bóndabæ og gömlum hjónum. Þau standa fyrir dyrum úti. — Ég hefi aldrei séð þau jafn ung og ánægjuleg á svip — það er af því, að nú er jólanótt. — Hvert, sem ég lít — alstaðar eru jól. Alt er fágað og hreint og yndislega fallegt — gólfið, hirslurnar og kvistirnir í fjalborðin á skarsúðinni yfir mér. — Nú sé ég, að kvistirnir eru dálitlir dvergar — alveg eins og dvergarnir í Mjallhvít minni. — Sumir virðast grúfa sig

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.