Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 45

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 45
IÐUNN Jól. 299 niður og gráta — en það er ekki! — Þeir hnipra sig niður aumingjarnir litlu — og sofa. Aðrir brosa — þeir eru vel vakandi — en bráðum syfjar þá líka. — — Úti er glóandi tunglskin. Álfabörn renna á sleða í sindrandi tunglskinsmóðu. Rjúkandi mjallgarðar rísa hátt undan meiðunum. Fram af brún Hádegisfjallsins geisa þau niður fannir með fram Líkárgljúfrum. Þau bera rauð skarlatsklæði og silf- urbelti um sig og gullsylgjur á. — Þau halda hátt á lofti margálmuðum ljósastjaka úr rauðagulli og er log- andi kongakerti á stjakaálmu hverri og viðrar til fjalls- bláa kertaloga, því hratt er runnið, en ekki slokknar á kertunum. — Nú er jólanótt og þau mega leika sér unz ljómar af degi. — Á morgun fá þau að fara til kirkju fram í Skörð. Þangað fer huldufólkið alt úr Lík- árgljúfrum. — — í nótt fæddist Jesús Kristur. — Á morgun fæ ég að fara til kirkju að Felli. — Ég signi mig og byrja að lesa bænir mínar: — Faðir vor — þú, sem ert á himnum — — II. Nú er jóladagsmorgunn. — Ég var að vakna. Það fyrsta sem ég þreifa eftir er Mjallhvít og spilin mín og hvorttveggja liggur fyrir ofan mig í rekkjunni. — Enn þá brennur á lömpunum tveim. — Á snældustólnum við rekkjubrík mína stendur kertastjakinn auður. Drifhvítir tólgarstraumar kvíslast niður um hann allan og stór tólgaiskjöldur hefir storkn- að á stéttinni. Kertið hefir brunnið út á meðan ég svaf. — Nú kemur mamma inn að rekkju minni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.