Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 46
300
]ól.
IÐUNN
— Guð gefi þér góðan dag og gleðileg jól, segir hún
og kyssir mig. — Nú sæki ég kaffið þitt. Hún hraðar
sér fram baðstofugólfið.
Eg aleinn í baðstofunni. Pabbi og piltarnir eru úti,
að lúka við morgunverkin. Á jólum, þegar fara átti til
kirkju, var fénu gefin hálf dagsgjöfin að morgninum —
seinni hluti gjafar var gefinn að kveldinu þegar frá kirkju
var komið.
Stúlkurnar eru fram í eldhúsi, að sjóða jólagrautinn
— hnausþykkan hrísgrjónagraut með rúsínum í.
— Blessuð jólin! Mikið hlakka ég til að fá kaffi og
jólabrauð! — Nú kemur mamma upp með kaffið. Hún
tekur rúmfjölina frá rekkju minni og Ieggur hana ofan
á sængina í kjöltu mína. Hún setur kaffibollann og
brauðdiskinn á rúmfjölina. Á diskinum eru, auk brauðs-
ins, fjórir hvítasykursmolar og teskeið fylgir bollanum. —
Eg á þá að gera kaffið sætt! — Mikið eru jólin ólík
öðrum dögum. — Eg vildi að það væri oftar jól.-------------
Góð stund líður.
Nú kemur pabbi inn. Hann sest hjá mér á rekkju-
stokkinn — kyssir mig og óskar mér gleðilegra jóla.
— Það er blæjalogn og heiðskírt veður, segir hann
— þú hlakkar víst til kirkjuferðar ?
Nú koma piltarnir upp í baðstofuna, Á eftir þeim
koma stúlkurnar. Þær bera jólagraut inn, í skálum. All-
ir matast, hver á sinni rekkju.
Að máltíð lokinni eru skálar bornar fram, en spariföt
inn. — Klæðum er skift og fólk býst til kirkjuferðar.
Mamma færir mig í drifhvíta linskyrtu. — Eg verð
bæði feginn og feíminn. Slíka spjör hafði ég aldrei áður
eignast. —
— Ætli það væri ekki óhætt að slökkva á öðrum