Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 50

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 50
304 Jól. IÐUNN Hann las, nam og kunni feiknin öll af íslenzkum fræð- um. Æflun manna var, að Sturlungu og Arbækur Espó- líns kynni Gísli utanbókar. A yngri árum Gísla var til hans leifað um tímatal. Hann var sá eini, er fingrarím kunni þar um slóðir. Uti stóð Gísli um nætur við stjörnu- skoðun. Hann reiknaði út gang himintungla og sagði fyrir um óorðna hluti. Gísli var kurteis maður og háttprúður, svo frá bar. Heyrt hefi ég af Gísla sagt, að hann hafi berhöfðaður jafnan gengið í garð og úr garði að Felli, fyrir lotn- ingar sakir og elsku á Guðshúsi, þar að staðnum. — Nú kemur presturinn, skrýddur hempu. I hægri hendi ber hann handbókina. — Eitt veikt og titrandi klukknahljóð kveður við frá kirkjuturninum. — Karlmenn þrífa til hatta sinna og taka ofan — ómur klukkunnar deyr út. — — I annað sinn slær kólfur klukkunnar eitt högg — og nú sveiflast hljómurinn fagnandi út í vetrarheiðið. — Eg heyri hann hoppa í klettabeltum og fjallabrúnum yfir prestssetrinu — svo deyr hann titrandi út. — I sömu andrá kveða við kirkjuklukkurnar báðar og nú er síhringt — töfrandi og máttug jólahringing. — Ut frá kirkjuturninum hrynja klukknahljómarnir og allir hoppa þeir stall af stalli upp til fjalla og þaðan svífa þeir upp í bláhvolfin — að hásæti Guðs. — Þessi hringing hlaut að heyrast um víða veröld. — Söfnuðurinn streymir inn í kirkjuna. — Eg kólna af lotningu. — Eg er staddur í húsi Drottins — í húsi ]esú Krists. Pabbi leiðir mig við hönd sér inn kirkjugólfið og inn í kórinn. Hann gengur til sætis og setur mig í kjöltu sér, því þröngt er í kirkjunni. Eg litast um. — Hvílík dýrð!

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.