Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Síða 67
IÐUNN
Vefarinn mikli frá Kasmír.
321
dómsformi, fyndnisyrði, illa sagt og klaufalega hugsað,
eftir alkunnan bókmentasnakk.
II.
Þó ég telji mér vera ljóst, af hvaða ástæðum íslenzkur
bókheimur hefði átt að fagna þessu ritverki Halldórs
Kiljan Laxness, þá er fjarri lagi, að mér sé nokkur laun-
ung á því, sem ég tel miður fara hjá höfundi þess. Sann-
leikurinn er sá, að manni, sem á í fórum sínum hæfi-
leikann til að skrifa með slíkum ágætum sem H. K. L.,
honum hefði verið í lófa lagið að skrifa bókina alla
betur en gert er. Stílsnild hans er víða svo tær og
máttug að manni skilst, að hún hefði hvergi þurft að
slitna í sundur ef höfundur hennar hefði beitl þeim aga
við sjálfan sig, sem hverjum höfundi er nauðsynlegur. I
bókinni koma allvíða fyrir orðatiltæki, sem eru ýmist
óviðkunnanleg eða tortryggileg, auk þess sem mælska
höfundarins hefir sumstaðar leitt hann út fyrir takmörk
þess efnis, sem um varðaði. Það verður heldur ekki séð
annað, en höfundur hefði getað komist af með talsvert
færri erlendar tilvitnanir í bók sinni, — að minsta kosti
verka sumar þeirra harla tilgerðarlega á lesandann —,
þó ég sjái hinsvegar ekki neina skynsamlega ástæðu
fyrir því, að stökkva svo upp á nef mér út af þeim, sem
sumum hefir hætt við. — Hinsvegar mun svo vera að
ástæðan til þess, að menn hafa hneykslast svo mjög á
ýmsu í bókinni, sé ekki sú, hvað þar er sagt, heldur
hitt, hvernig það er sagt. Kafli, eins og sá um konuna
og skækjuna, hefði vel getað verið svo skráður, að eng-
inn hefði þurft að gerast órólegur út af því, sem þar er
sagt, án þess að skoðanir þær, sem þar eru fluttar,
hefðu þurft að raskast. En höfundurinn hefir kosið að
21