Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 70

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 70
324 Vefarinn mikli frá Kasmír. IÐUNN að gera sér það ljóst, að ýmislegt getur það verið í ritlist þjóðarinnar, sem teljast megi merkileg menningar- fyrirbrigði, þó ranglátt sé að skipa því á bekk með fullþroska list. Það sem okkur vantar tilfinnanlega eru gáfaðir og mentaðir rithöfundar, tápmiklir menn og víð- sýnir, sem veitt geti blóði hins nýja tíma í æðar skáld- sagnalistar vorrar. Og út frá því sjónarmiði tel ég Hall- dór Kiljan Laxness hafa gefið íslenzkum bókmentum svo stórt og glæsilegt fyrirheit, að alt sé vinnandi til þess, að hann þurfi eigi að flýja bókmentir vorar, svo sem nú lítur helst út fyrir að muni verða. 7. desember 1927. Tómas Guðmundsson. Biblía stjórnmálamanna. (Sigurd Moel). I. Fyrir fjórum öldum, seint í júní árið 1527, andaðist Niccolo Machiavelli. Hann var 58 ára gamall er hann lézt, — einmani, gleymdur af flestum, vonsvikinn og beiskur í hug. Um mörg ár hafði hann engan þátt tekið í opinberum málum. Fyr á árum hafði hann verið ættborg sinn — Flor- ens — hinn ötulasti og trúasti þjónn og um hríð mátti hann sín all-mikils. Hann hafði um skeið haft á hendi yfirstjórn borgarhersins. Einnig hafði' hann verið fulltrúi Florensborgar við hirðir ýmsra af þjóðhöfðingjum Ítalíu

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.