Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 73
IÐUNN
Biblía stjórnmálamanna.
327
og með aðstoð hennar gekk hann svo milli bols og höf-
uðs á Colonna-flokknum. En Orsini-æftin sannfærðist
brátt um það, að hún hafði alið höggorm við brjóst sér
þar sem Cesare var. A hinn bóginn gekk Cesare þess
ekki dulinn, að í framtíðinni yrði hann að skipa Orsini-
flokknum meðal fjandmanna sinna. Hann varð þess fljótt
var, að undan rifjum þessarar ættar runnu köld ráð gegn
honum, þótt ekki hefði enn komið til friðslita á yfir-
borðinu.
Svo er það að Cesare tekur þá ákvörðun, að gera út
af við Orsini-æítina.
Hann byrjar á því, að tryggja sér grandleysi hennar
með fagurgala, gjöfum og hátíðlegum yfirlýsingum. Hann
hafði lært það í ágætum skóla, hvernig beita skyldi þess-
konar vopnum til þess að gera andstæðinga sína ugg-
lausa.
Hátíðleg sáttmálagerð fór fram. Og innsigli þeirrar
gerðar var uppgjöf Cesare’s á borginni Sinigaglia, sem
verið hafði þrætuepli milli hans og Orsini. I desember
1502 fékk svo Orsini-ættin borgina á vald sitt. Samt at-
vikaðist það svo, að skömmu seinna afsalaði hún sér
yfirráðunum í hendur Cesare — af fúsum og frjálsum
vilja, að því er virðist. Þá skildi Cesare að tíminn var
kominn til að þakka fyrir viðskiftin. Hann lét handtaka
og drepa alla menn af Orsini-ættinni, er þá voru staddir
í Sinigaglia.
Hvernig þessir atburðir snertu tilfinningar Machiavelli’s,
um það vitum vér ekkert. Hitt vitum vér, hver áhrif þeir
höfðu á hugsun hans og skynsemi. Hann dróg af þeim
þá ályktun, að til slíkra verka yrði' sá maður að vera
búinn, er sett hefði sér að markmiði að sameina Ítalíu
í eitt ríki.
Cesare Borgia varð í augum hans að ímynd hetju-