Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 75
IÐUNN
Biblía stjórnmálamanna.
329
staðið í slímabraki þjóðmálanna. Nú var eftir að vinna
málminn úr reynslu þeirra ára og skipa henni niður í
fast fræðikerfi.
Upp úr þessu einverustarfi varð svo til höfuðrit hans:
Þjóðhöfðinginn (II Principe).
Þó var það ekki rannsóknargleðin ein, sem knúði
Machiavelli til að rita bókina. A því er enginn vafi, að
höfundurinn stefndi að ákveðnu marki. Bókin átii að
sýna alþjóð yfirburði og stjórnhyggindi hans sjálfs. Hún
átti að ryðja höf. veg til þátttöku í opinberum málum á
ný. I auðmýkt tileinkaði hann rit sitt Medicea-ættinni —
þeirri sömu ætt, er hafði svift hann embætti og látið
hann sæta pyntingum.
Olánið elti hann eins og fyr. Jafnskjótt og hann hafði
áunnið sér traust höfðingjanna, veltust þeir úr völdum.
Valdasól Medicea gekk til viðar og Florens varð lýð-
veldi á ný.
Machiavelli ól þegar nýjar vonir í brjósti. Fólkið hlaut
að muna honum dygga þjónustu frá fyrri dögum. — En
það leit út fyrir að enginn myndi svo Iangt aftur í tím-
ann. Þegar veita skyldi embætti það, er hann áður
hafði setið í um 14 ára skeið og rækt með heiðri og
sóma — var gengið fram hjá honum. Þetta gerðist í
júní 1527. — Skömmu seinna var hann liðinn.
II.
Æfisaga Machiavelli’s er harmsaga. Hans eigin fyrir-
ætlanir og metorðadraumar urðu að engu. Og heitasfa
ósk hans og von — vonin um sameining Ítalíu — rætt-
ist ekki. Hann dreymdi stóra drauma um dáðir og af-
rek, en varð að láta sér nægja að skrifa bók um þessa
hluti. Hann dó einmana, vonsvikinn og heillum horfinn.