Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 76

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 76
330 Biblía stjórnmálamanna. IÐUNN Þessi óblíðu örlög gefa þó enga ástæðu til að minn- ast hans. I stjórnmálasögum allra landa og allra alda úir og grúir af mönnum, sem liðu skipbrot. Þetta er næsta eðlilegt. í stjórnmálaþvögunni, þar sem hver ein- stakur reynir að klífa upp eftir annara bökum, hljóta einhverjir að verða undir. Það, að nafn Machiavelli’s lifir enn og örlög hans eru mönnum viðfangsefni þann dag í dag, er eingöngu því að þakka, að hann gaf mannkyninu í arf eina af merki- legustu bókum þessa heims, — eina af þeim örfáu bók- um, sem hægt er að segja um að haft hafi bein áhrif á sögu seinni alda. Fjöldi af valdhöfum Norðurálfu um fjórar síðustu aldir hafa verið eindregnir játendur kenninga þeirra, er Þjóð- höfðinginn flytur, eða að minsta kosti orðið fyrir sterk- um áhrifum frá þeim. Karl keisari hinn 5. hafði á þeim miklar mætur. Þegar Henrik 3. var myrtur, fanst Þjóð- höfðinginn í vasa hans. — Friðrik mikli reit á krón- prinsárum sínum æsingarit gegn kenningum Þjóðhöfðingj- ans og nefndi þetta rit sitt: Antimachiavell. Seinna varð hann, sem konungur, einn af einbeittustu og dugmestu framkvæmendum kenninga Machiavelli’s. — Napoleon var heldur enginn lélegur lærisveinn. — Ensk pólitík síðustu alda afneitar að vísu öllum skyldleika við Machia- velli, en hefir eigi að síður fylgt trúlega helztu megin- reglum hans. Hún hefir ávalt komið fram sem málsvari siðgæðis og réttlætis, sannleika og frelsis — og ávalt fengið þau viðskifti til að borga sig. Hvort þessi pólitík játar trú sína á Machiavelli eða ekki, skiftir litlu máli. Machiavelli myndi hiklaust hafa játað trú sína á hana. A vorum tímum fylgir Mussolini kenningum gamla mannsins af miklum eldhug en minna viti. Og það gerir hann ekki einungis í hagrænum skilningi. Hann hefir

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.