Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 77

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 77
IÐUNN Biblía stjórnmálamanna. 331 látið eitt af þýjum sínum skrifa fyrir sig doktorsritgerð um Machiavelli. Af því, sem hér hefir verið sagt, á lesandinn að sjálf- sögðu ekki að draga þá ályktun, að það sé Machiavelli, sem hafi fundið upp spánnýja stjórnmálastefnu. Sá hinn pólitíski vísdómur, er bók hans kennir, er vitanlega miklu eldri en Þjóðhöfðinginn. Má óhætt gera ráð fyrir að þeim stjórnmálamönnum, sem gerðir eru úr ósviknum efnivið, sé kenningar Machiavelli’s í blóðið bornar, — að þeir viti af eðlisávísun það, sem hann varð að afla sér með dýrkeyptri reynslu og erfiðu námi. En þetta er ekki því til fyrirstöðu, að metorðagjarnir menn blóti Machiavelli á laun. Þótt náttúrugáfurnar séu fyrir handi, er engin ástæða til að mismeta lærdóm og fræðslu. Það hvetur viljann, gefur áformunum styrk og starfinu festu. Það gefur góða samvizku eftir ógeðfeld verk. Það hjálp- ar til að skapa blekkinguna um að barist sé fyrir hug- sjón, að fylgt sé heilagri köllun — þótt veruleikinn, sem felst á bak við grímuna, sé ofur hversdagsleg matarlyst eða valdaþrá. I stuttu máli: Það er ávalt hugfró og örygð í því, að hafa þrauthugsaðar og traustar fræði- kenningar að styðjast við. Enginn má heldur ætla, að Þjóðhöfðinginn sé ekki lesinn af öðrum en þeim, er hafa stjórnmál að atvinnu. Og þeir, sem lesa bókina fyrir forvitni sakir og fróð- leiks, komast ef til vill að raun um, að lesturinn hefir ekki verið án árangurs: Vera má að það sé blekking ein, en flestum lesendum mun þó finnast, að bókin hafi vakið þá til að vera á varðbergi gagnvart fláttskap og fagurgala, að hún hafi gert þá veiktrúaðri en áður á digurbarkleg vígorð og alið í þeim tortrygni á atvinnu- hugsjónum. í stuttu máli: að hún hafi aukið þekkingu þeirra og skilning á mönnunum.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.