Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 78

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 78
332 Biblía stjórnmálamanna. IÐUNN Og jafnvel þótt sá þekkingarauki skyldi reynast blekk- ing ein — hve margir höfundar kunna þá list: aö blekkja? III. Til þess um síðir að komast að efninu — hvað er þá að segja um þessa frægu bók? Hvað fjallar hún um? Hvers konar verðmæti hefir hún að geyma? Machiavelli segir sjálfur í tileinkun sinni, að bókin hafi að bjóða »lærdóm um athafnir mikilla manna, en þessa lærdóms hefi ég aflað mér með langri reynslu og við eljusama sögurannsókn®. Þessa lýsingu getum vér áréttað með því að segja, að bókin hefir inni að halda Machiavelli’s eigin athuga- semdir við og skýringar á athöfnum þessara miklu manna. Þessar skýringar eru það einkum, er gefa 'oókinni gildi. Fyrir þær verður hún eins konar kenslubók handa þjóð- höfðingjum, eða — snúið á mál vorra tíma — kenslu- bók handa stjórnmálamönnum. Bók sinni hefir Machiavelli skift í marga kafla og eru sumir þeirra, eins og t. d. kaflarnir um hernað og hernaðarlist, orðnir nokkuð úreltir og draga lítt að sér athygli vora. Aftur eru aðrir kaflar, sem eru síður tíma- bundnir. Urlausnarefni eins og þau, hvernig vér getum unnið oss traust annara manna, hvernig vér getum trygt oss völd og úirðingarstöður, hvernig vér eigum að um- gangast vini og óvini, ef vér viljum koma ár vorri fyrir borð, hvort betur borgar sig grimd eða mildi, fals eða einlægni, dygðir eða lestir — alt eru þetta afriði, sem við koma sambúð vorri og viðskiftum við aðra menn. Og vegna þess, að mennirnir taka litlum breytingum, þótt aldir renni, en hins vegar trúarjátningar, tízku- sannindi, hégiljur og hleypidómar eru sífeldum mynd-

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.