Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 79
IÐUNN
Biblía stjórnmálamanna.
333
breytingum háð, verða það svör Machiavelli’s við áður-
nefndum spurningum, sem skera úr um það, hvort hann
var sjálfur flæktur í hleypidómanet sinnar aldar, eða
hvort kenningar hans hafa varanlegt gildi.
En látum nú Machiavelli sjálfan hafa orðið um stund:
Valdhafinn á um tvent að velja: Annað hvort að sýna
mönnunum ljúfmensku og eftirlæti eða að kremja þá
sundur. Smávægilegar móðganir draga ávalt eftir sig
hefnd. Ætlir þú að gera á hluta .einhvers, er hyggileg-
ast að gera það á þann veg, að þú þurfir ekki að óttast
hefnd frá honum eftir á. — —
— — Ef þú hleður undir annan mann og Iyftir hon-
um til valda, verður þú sjálfur troðinn undir. Takist
þér að hefja hann upp, er það annað hvort fyrir dugnað
þinn eða bragðvísi. En báðir þessir eiginleikar hljóta
að vera tortryggilegir í augum manns, sem ný-hafinn
er í valdastól. — —
— — Um menn, sem fyrir eigin dugnað hefjast til
valda, má segja, að þeir afli sér tignarinnar með erfið-
ismunum, en veitist auðvelt að halda völdunum, þegar
þau fyrst eru fengin. — —
— — Vér verðum að hafa það hugfast, að ekkert
fyrirtæki er erfiðara, áhættumeira né háskasamlegra en
það, að brjótast til valda og ætla sér að koma á nýju
skipulagi. Frömuður nýs skipulags fær ávalt alla þá að
óvinum, sem hafa hagnað af gamla skipulaginu. Og
þeir, sem hagnast á því nýja, eru að eins hálfvolgir
málsvarar þess, því sjálfir eru þeir hræddir, efablandnir
og tortrygnir. — —
— — Alt veltur þá á því, hvort nýfrömuðurinn stend-
ur fast á eigin fótum, eða hann er öðrum háður —
hvort hann verður að fara bónarveg, eða hvort hann
getur skipað og þvingað. Geti hann það ekki, eru hon