Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 89

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 89
IÐUNN Rúm og tími. 343 kransinum má sjá »áru« þá eða geislahjúp, er umlykur sól- ina alla og nefnist kóróna. Er hún breytileg og var í þetta sinn eigi stór. Beindu menn nú einkum athygli sinni að henni, því ógerla vita menn hvað hún er, og hefir stjarnfræðingur einn komist svo að orði um hana: »Því meira sem menn rannsaka hana, því minna virðast menn þekkja hana«. Telja sumir hana mjög gisið loft eða eim, en aðrir afar smágert ryk, sem endurkasti ljósi sólar. Sólmyrkvar hafa afarmikið vísindagildi, því að þá og eigi endranær, geta menn hindrunarlítið rannsakað gufu- hvolf sólar — hinnar ótæmandi uppsprettu ljóss og lífs á jörðu vorri. Beindu menn nú sjónaukum sínum, ljósmælum, litsjám og allskyns öðrum mælitækjum í átt- ina til sólar, ef vera mætti að eitthvað fyndist nýtt, eitt- hvað yrði sannað, eða afsannað, af eldri getgátum. En veður var yfirleitt óhagstætt, myrkvinn stóð skamma stund, og sól var lágt á lofti í Norðurálfu. Eigi að síður telja menn, að rannsóknir þessar hafi borið allmikinn árangur, en mestan, eins og vænta má, fyrir ýmsa sér- fróða menn. Ásgeir Magnússon. „Þér skáld“ — hið ágæta Uvaeði Stefáns fvá Hvítadal, sem höf. hefir leyft Iðunni að birta, er eitt af lívæðunum í hinni nýju bók hans: „Helsingjar“, sem út kemur í sama mund og þetta hefti. — Mun margt snjallra kvæða í þeirri bók. Verður hennar getið síðar > Iðunni.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.