Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 91

Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Page 91
ÍÐUNN Ritsjá. 345 kannske þjóðleg, en viðkunnanleg er hún ekki né smekkleg. Nokkuð stórkarlaleg er einnig líkingin í kvæðinu Ástarsýnir, þar sem Esja og Akrafjall verða að „meyjunnar stóru- og litlutá". Fyr mega nú vera ofsjónir! En í nálega hverri bók má finna eitthvað til að hengja hatt sinn á. í StiIIum hefi ég satt að segja ekki rekist á marga slíka snaga. t>ví ljúfara ætti það að vera, að dvelja við hitt, sem vel er gert. Og í því efni kennir margra grasa í bók Jakobs. Þar er brugðið upp mannlífsmyndum, sem líða seint úr minni: Qyðing- urinn gangandi, Gæfumunur, Búðarstúlkan, Öskukarlinn, — öll saman góð kvæði, en einkum þó hið síðastfalda. Þar eru ádeilu- kvæði með kaldhæðnisblæ, eins og Ulburður og Hólpnar syndir, — þjóðhvatir, eins og Sveit og sjór, I sjónauka, Bólstrar. Er alvara mikil í þessum kvæðum, en þó bregður sumstaðar fyrir meinlegri hæðni: Vel sé öllum sönnum kindum hér á landi, hitt er verra, að hitta þær í æðri myndum. Eða í Hólpnum syndum: Að heimur þó sig hreinan í heilagleikans blóði, var harla happ og gróði og hentugt fyrir menn. I guðdóms geislaflóði við glóum trúi’ ég enn. Jú, miðist alt við Apis, mun andinn hafa lagast. — Á Þórstíð þrátt var jagast, á Þór var geysi fas. Þá öld var nöðum nagast. — Við notum eitrað gas. Þá eru og í bókinni sögukvæði, eins og Vígsterkur (um Sturlu Sighvatsson), hreimsterkt kvæði og snjalt. — Erfiljóð eru þar og nokkur og vil ég þar nefna erindin eftir Eyjólf Eyjólfsson for- mann. Þessi kveðja til sjómannsins, sem teflt hefir við Ægi alt sitt líf og er nú loks kominn í höfn — hina síðustu, er svo yfir- lætislaus, svo þrungin innilegri samúð, svo föst og heilsteypt í hugSun og formi, að vel mætti vera öðrum erfiljóða-yrkjendutn tll fyrirmyndar. Enn hafa ekki verið nefnd sum beztu kvæðin í Stillum. Hinsti dagur er ramefld hrynhenda, stórfengleg lýsing á ofviðri og mannskaða á sjó. — Þá má ekki ganga fram hjá kvæðinu um Sogn, sem er eitt af allra beztu kvæðum höf. Eftir að hafa lýst, I fáum en skýrum dráttum, hrikanáttúru Sogns, þar sem „hamar stjakar hamri", lítur hann á fólkið, sem elst upp við þessa náttúru:

x

Iðunn : nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.