Iðunn : nýr flokkur - 01.10.1927, Side 93
IÐUNN •
Ritsjá.
347
Einar Þorkelsson: Minningar. Rvík 1927.
Einar Þorkelsson er nýstárlegur rithöfundur og einkennilegur.
Minnir hann helzt á Guðmund Friðjónsson. Aður hafa komið út
eftir hann dýrasögur og þótti mikið til þeirra koma. Þær voru
prýðilega sagðar og hressilega, með sérstaklega einkennilegum
málblæ. Og nú koma hér þrjár sögur, sem ýmislegt gott má segja
um, hafa og fengið mikið blaðalof. E. Þ. stendur og vel að vígi
til þess að hljóta sanngjarna ritdóma um bækur sínar. Hann er
maður kominn af gelgjuskeiði, sem fáa Iangar til áð knésetja, full-
veðja rithöfundur og enginn skáldaspillir smáskrattanna, sem lafa
í hárinu hver á öðrum. Hann er utanvert við klíkueitrið, sem nú
litar flesta ritdóma og svo að segja allan ritvöllinn íslenzka, hátt
og lágt. Og hann skrifar ekki ádeilur.
Sögur hans eru fyrst og fremst ítarlegar lýsingar á íslenzkum
staðháttum og veðráttu. Lýsingar hans á skepnum gefa margar
skarpar myndir. I Minningum eru og ágætar lýsingar á einkenni-
legum konum. Fyrstu sögunni hafa sumir fundið það til foráttu,
að þar eru nefndir ánamaðkar, sem gömul einsetukona hefir fengið
góðan þokka á og hjúkrar inni í baðstofu. Og það er von að menn
felli sig ekki vel við þetta, því það er óeðlilegt og naumast satf.
Það getur verið guðdómlegt, eða það stafar af brjáluðu sálarlífi.
En hér stendur svo á, að annaðhvort getur átt sér stað. Konan er
mjög brjóstgóð og kærleiksrík. En hún hefir orðið fyrir þungri
lífsreynslu og virðist i sögulok vera orðin hálfgeggjuð. Og það er
skiljanlegt. — „Svörtu göngin“ er skemtileg draugasaga. —„Bjargað
úr einstigi “ heitir þriðja sagan og sú bezta, að því er mér þykir.
Þar er mikilli sálargöfgi lýst vel og sennilega, með næmum skiln-
ingi og ríkri tilfinningu.
Málið dásama allir á þessum sögum. En mér fellur það ekki.
Mér finst það vera óeðlilegt, tilgerðarlegt, langsótt og bera víða
á sér leitarmerki. Sögurnar gerast ekki langt frá okkar tíma og
ættu því að segjast á Iifandi nútíðarmáli. Það er óefað gott fyrir
ung skáld, sem vilja heyja sér orðaforða, að lesa þessar sögur.
En eðlilegt nútíðarmál á íslandi er fallegt mál. Og lengra þarf
ekki að Ieita. S. J.
J. Krishnamurti: Ræður og kvæði. Útgef. Aðalbjörg Sigurð-
ardóttir. Rvík 1927.
Frú A. S. hefir rifað formála með riti þessu. Segir þar meðal