Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 3
JÐUNN
Heilög nótt.
Um víðan sæ ég hraktist ótal ár
með útlaganna söknuð, þrjózku og tár.
Á ættarlandi mínu vann ég víg, —
ég varð að hverfa brott með logheit sár.
En ýmsa vegu bar mig heiftug hrönn;
mitt hjarta kvaldi volksins friðlaus önn;
og margar álfur leit ég hafs og lands,
sá logans grund og yztu jökla fönn.
En nú er kvöldið hlýtt sem hljómur brags,
og hjarta mitt er bljúgt og gljúpt sem vax.
Að vitum mínum ber hin aldna ilm
sem endurminning liðins sólskinsdags.
Mín heimajörð úr hafi lyftist rótt
við himinbjarmans mjúku litagnótt.
Á eyland vorsins hljóður hægt ég stíg, —
minn hugur er á þínum griðum, nótt.
Hið sama Iand mér ljómar enn á ný
við loftsins björtu, hvítu’ og gullnu ský,
sem fyr í bernsku’ eg batt við trygð og ást, —
með böl mitt alt og sorg ég þangað flý.
Þótt renni blóð úr rauðri hjartans und,
ég reyni’ að verða aftur barn um stund
og gleyma því eitt yndis-augnablik,
hve illa’ ég fór með þegið náðar-pund.
iðunn XII.
13