Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Page 5
ÍÐUNN
Heilög nótl.
199
og alt er hljótf, — ei andar nokkur blær;
af ilmi’ úr jörð er sál mín nærð og glödd.
Að upprunanum leita’ eg, þeirri lind,
sem laugað hefir andans fyrstu mynd
og á sín upptök handan hafs og fjalls,
já, handan við alt jarðneskt böl og synd.
Og ég vil kafa dýpra’ en dauðlegt mál,
enn dýpra’ en yfirborðsins sorg og prjál;
ég vil á bak við Verðandinnar hjól
og verða eitt með hinni miklu sál.
Senn líður þessi hljóða, helga nótt,
sem huga mínum gerði fritt og rótt;
sem aðrar stundir svima-sælu’ hún er, —
of seint þær jafnan koma’, en fara of skjótt.
Brátt kallar dagur sínum háa hljóm,
og hjartans ynging þola skal sinn dóm,
hvort bjargföst hún og veruleiki var,
sem veitir þrek, — eða’ að eins blekking tóm.
Eg kveð þig, nótt, sem gefur von og værð
og vegamóðum hug þann boðskap færð,
að allir vegir liggja’ að lokum heim, —
við loforð þín er sál mín endurnærð.
Með von og trú ég lít í loftin há,
er ljðma nú sem kærleiks-augu blá, —
og hugrór sný ég burt á votan veg:
Nú varpar dagur ljósi’ á heimsins brá.
Jakob Jóh. Smári.