Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 11
ÍÐUNN
Alþingishátíðin 1930.
205
þegar vængjaþytur liðinna alda nálgast oss á svo furðu-
legan hátt? Hvenær eigum vér að hugsa hreint og
djarft og hátt, ef ekki í sambandi við slíkan atburð,.
þegar fortíð og framtíð mætast í annarlegri einingu
minninga og vona?
Dr. Sigurður Nordal hefir einhverstaðar ritað um hina
þögulu göngu einstaklingsins út í Þingvallahraun til þess
að flytja þar í hljóði bænir sínar og fyrirheit. Og hann
telur, að þar sé þungamiðjan. Eg er alveg á sama málL
En myndu ekki bænirnar og fyrirheitin verða dýpri
og innilegri, ef réttur undirbúningur — þjóðarvakning —
hefði átt sér stað? Myndi þá ekki skilningurinn á eðli
og þýðingu hins mikla atburðar verða skýrari, ákveðnari
og almennari?
í nóv. 1927 ritaði Jóhannes Jósefsson íþróttakappi
um það af miklum skilningi, hver nauðsyn væri á »að
senda mann eða menn út um landið til tals við fólkið
með ræðum og viðræðum; vekja það og þéttfylkja því
saman fyrir þjóðhátíðarhaldinu*.
Vitanlega var þetta einn sjálfsagðasti þátturinn í undir-
búningi hátíðahaldanna, og það einn liðurinn í starfi
undirbúningsnefndar að sjá hér fyrir framkvæmdum.
Enn hefir þó ekki verið hafist handa og fer nú
tíminn til stefnu að verða skammur, en mikið má þó að
vísu gera í þessu efni á tveimur og jafnvel einu ári.
Um það má reyndar lengi deila, hvers árangurs mætti
vænta, en ekkert verður um það fullyrt fyrirfram. Eða
eigum vér enga menn, sem hæfir væru til slíkra erinda?
Trauðla trúi ég því að óreyndu. En því verður hér að
krefjast tilrauna, að þá væri eitt hið þýðingarmesta spor
stigið, ef giftusamlega tækist.
Ekkert listaverk verður til, nema fyrir áhrif einhverrar