Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 16
210
Alþingishátíðin 1930.
IÐUNN
sjóðinn stofna af fómum þeim, er hátíðargestir kynnu
að leggja fram. Öld fram af öld myndi hann síðan auk-
ast og ávaxtast og fyr eða síðar ná þeim vexti, að hann
yrði til mikilla hluta máttugur.
III.
Öllum má það ljóst vera, hversu mjög andlegt líf á
íslandi hefir jafnan átt örðugt uppdráttar. Og þá ekki
síður hitt, hversu hræðilega uppeldi þjóðarinnar hefir
verið vanrækt. Að vísu hefir hinn síðasti mannsaldur
verið ákafur baráttutími ytri framkvæmda, meiri en öll
þúsund árin þar á undan til samans. Og haldið hefir
verið nokkuð í áttina til aukinnar menningar hins innra
lífs. En ýmsu hinu nauðsynlegasta hefir þó verið gleymt.
Það hefir borið við, að á sömu stundu og nýr togari
hefir siglt hingað til strandar, til viðbótar við fiskiflota
vorn, hefir einhver ungi, íslenzki gáfumaðurinn stýrt
stafni á flótta út í víða veröldu — til þess máske að
gerast danskur eða norskur ritþegn eða annað enn þá
verra. Honum var hér alveg ofaukið hjá þeirri þjóð,
sem státar af því að vera bókmentaþjóð.
Það hefir einnig átt sér stað, að á sama tíma og
vegir hafa verið lagðir og nýræktin gróið upp, hefir eitt-
hvert annað mannsefnið verið að veslast upp í andlegri
kreppu, einmitt fyrir trygð til landsins síns, er leitt hefir
af sér skort á þeim þroskaskilyrðum, sem hann hefir
þarfnast.
Og á hverju einasta ári ber það við, að úr ríkissjóði
er stórfé veitt til vistar brjóstsjúkra manna á Vífilsstöð-
um, en minna fyrir hinu séð, að vernda æskulýðinn gegn
sýkingunni sjálfri.
En þannig mætti lengi telja.