Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 18

Iðunn : nýr flokkur - 01.07.1928, Síða 18
212 Alþingishálíðin 1930. IÐUNN að ekkert afl í heiminum er eins vandasamt viðfangs, né eins herfilega misnotað. Nú mun sagt verða, að lítil trygging sé fyrir því, að fé úr sjóði, slíkum sem þessum, verði betur varið né viturlegar en venja er til. En þó eru ærin líkindi til, að einmitt svo verði. Tekjur ríkissjóðs eru goldnar með ólund, vegna lögfestrar skyldu, og framlögunum þaðan 1il andlegra menningarmála fylgir oft enn meiri ólund og eftirtölur. — En þessu fé myndi fylgja ævinleg blessun sjálfráðrar, samstiltrar fórnarlundar, og að auki á það alt að ganga í gegnum hreinsunareld þjóðlegs helgi- dóms. — Haldi menn, að hér sé um hugarflug eitt að ræða og sama sé hver andi fylgi efni, þá misskilja þeir herfilega mátt lífsins og tilgang. Því hann er einmitt sá, að knýja efnið — og þar á meðal peninga — til þjón- ustu við andann, láta göfug markmið felast í athöfnum, láta sannleikann og mannástina sigra óheilindi og eigin- girni. Ekki þörfnumst vér bóknáms, sem gerir fólk að spjátr- ungum, né íþrótta, sem enda með hnefaleikum. — Ekki heldur lista, sem lítilsvirða lögmál náttúrunnar og svo að segja þurka út greiningu góðs og ills, né heldur vís- inda, sem ekkert gildi hafa til menningarbóta. Hinsvegar er oss lífsnauðsyn að ástunda framleiðslu þess máttar, er fullkomnar líkamlega fegurð og hreysti og dregur hugi mannanna nær hinu guðdómlega — máttar, sem gerir gleði vora hreinni, sorgina dýpri, heil- ann starfhæfari, hjartað ástríkara, viljann voldugri. Þetta hefir löngum verið þrá hinna beztu feðra vorra og mæðra. Það er einnig þrá vor, niðja þeirra, sem oss þarf að verða fullkomlega ljós. Vér þurfum að hlusta í alvöru á hið mikla evangelíum ókomna tímans: að í þessu landi býr lítil þjóo, sem á að verða mikil forystu-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.